is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7009

Titill: 
  • Samkeppnishæfni íslenska kvikmyndaiðnaðarins
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Kvikmyndaiðnaðurinn á Íslandi stendur á tímamótum. Mikill niðurskurður ríkis á fjárframlögum til kvikmyndasjóða mun leiða til að færri kvikmyndaverk (t.d. kvikmyndir og sjónvarpsþættir) verði framleidd og starfsfólki fækki í greininni. Áætlanir gera ráð fyrir því að atvinnugreinin verði af fimm milljarða króna tekjum og að 300 ársverk tapist á árunum 2010- 2013. Það mun draga umtalsvert úr vexti og hamla framþróun atvinnugreinarinnar. Heildartekjur kvikmyndaiðnaðarins af innlendum og erlendum kvikmyndaverkefnum sl. áratug voru um 9 milljarðar króna miðað við 14% endurgreiðsluhlutfall ríkisins til kvikmyndagerðar á tímabilinu. Á ársgrundvelli eru það að jafnaði um 267 milljónir króna, eingöngu í erlendum verkefnum hér á landi.
    Hægt er að nálgast hugtakið „samkeppnishæfni þjóða“ með mismunandi hætti. Í grundvallaratriðum er framleiðni lykilinntakið í samkeppnishæfni þjóðar. Framleiðni stuðlar að hærri launum sem aftur stuðla að bættum lífskjörum. Demantsgreining Michael E. Porters er ein þekktasta og aðgengilegasta aðferðin innan fræðanna við greiningu á samkeppnishæfni.
    Tilgangur rannsóknar höfundar er að greina samkeppnishæfni kvikmyndaiðnaðarins á Íslandi og klasaþróun hans, þ.e. samvinnu og samlegðaráhrif við tengdar atvinnugreinar. Einnig verður horft til hæfni kvikmyndaiðnaðarins til að laða til landsins og þjónusta erlend kvikmyndaverkefni. Aðferðafræði rannsóknarinnar fólst í eigindlegum, opnum viðtölum við lykilstjórnendur í atvinnugreininni.
    Kvikmyndaiðnaðurinn er að hluta til samkeppnishæfur. Styrkleiki hans er m.a. hversu einfalt og skilvirkt endurgreiðslukerfi ríkisins til kvikmyndaverkefna er í framkvæmd, sérstaklega í alþjóðlegum samanburði. Aðrir styrkleikar eru stórbrotin náttúra og góðar samgöngur, s.s. auðvelt aðgengi að ólíkum tökustöðum. Góðir innviðir, lítið skrifræði og vinnusamt og hæft vinnuafl hafa jákvæð áhrif á samkeppnishæfni atvinnugreinarinnar. Veikleikarnir eru hins vegar að lítil sem engin klasamyndun hefur átt sér stað innan greinarinnar sem veikir samkeppnishæfni hennar, ásamt því að lítil vitund er um samlegðaráhrif sem geta eflt greinina. Heimamarkaðurinn er of lítill og miklar sveiflur í eftirspurn hafa torveldað vöxt greinarinnar. Endurgreiðsluhlutfall ríkisins þarf að hækka um 5-10% til að atvinnugreinin geti talist fyllilega samkeppnishæf við að laða til landsins erlenda kvikmyndagerðarmenn en almenn efnahagsskilyrði hafa dregið úr samkeppnishæfni atvinnugreinarinnar, s.s. óstöðugur gjaldmiðill og gjaldeyrishöft.
    Efnisorð: Viðskiptafræði, samkeppnishæfni, kvikmyndaiðnaður, klasi

  • Útdráttur er á ensku

    The Icelandic film industry is in a turmoil at the moment. The economic recession has forced the Icelandic government to cut back funding to the industry by at least a third of the original contributions. Industry experts estimate that the industry will lose about 5 billion ISK in revenues and the economy will lose some 300 jobs in total in 2010-2013 because of government cutbacks. The industry is in a desperate need to rethink it’s current business model and strategies. Emphasis on attracting foreign direct investment into the local market is vital for it’s survival in the long-run. Alluring international filmmakers could and should be on main agenda of the local film industry to achieve that goal. For the last decade foreign revenues within the industry has on average accounted for about 267 million ISK per year.
    In this research the concept and theory of competitiveness will be discussed from an academic point of view. The pros and cons of cluster theories will be presented and discussed in relation to competitiveness. In the same section the birth and evolution of the Icelandic film industry will be addressed, stressing the impact it has had on the Icelandic economy in the last decades. However the main objective of this research was to study the competitiveness of the Icelandic film industry and cluster formation by utilizing Michael M. Porter’s diamond framework as a reference point. This was then implemented by using qualitative research method, a number of interviews were conducted with senior managers in the film industry to gather valuable information about the industry in relations to the diamond theory.
    The main conclusions were e.g. that the Icelandic film industry is in some ways a competitive industry with hard-working and skilled crews. Good infrastructure, minimum red tape and exotic film locations. However there is little or no valuable film cluster present, collaboration and integration with supporting and related industries is very poor. The local market is weak and demand conditions volatile. The industry is very much attached to international networks rather than locally. Reimbursements from the State Treasury of the production costs incurred in Iceland need to increase at least 5-10% in order for the film industry to gain competitive advantage on international markets. The general macroeconomic environment in Iceland has contributed to some of the weakness in the competitive environment of the local film industry. But the future is not all that bleak.

Samþykkt: 
  • 9.12.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7009


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð - Samkeppnishæfni íslenska kvikmyndaiðnaðarins.pdf1.8 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna