is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7012

Titill: 
  • Reglan um brostnar forsendur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í samningarétti gildir sú meginregla að samninga skuli halda (lat. pacta sunt servanda). Undantekning frá meginreglunni er m.a. hin óskráða ógildingarregla um brostnar forsendur. Reglan á uppruna sinn að rekja til Rómarréttar en reglunni var beitt fyrst á Íslandi í byrjun 20. aldar. Dómstólar hafa beitt reglunni um brostnar forsendur af mikilli varúð og hafa gert strangar kröfur til þess að öll þrjú skilyrðin séu uppfyllt. Í fyrsta lagi þarf forsendan að hafa verið ákvörðunarástæða fyrir loforðsgjafa, í öðru lagi þarf forsendan að hafa verið sýnileg loforðsmóttakanda og í þriðja lagi má ekki vera ósanngjarnt að leggja áhættuna á loforðsmóttakanda. Með tilkomu 36. gr. sml. árið 1986 hefur þýðing reglunnar um brostnar forsendur minnkað og sýnir dómaframkvæmd að algengara er að dómstólar ógildi löggerninga á grundvelli 36. gr. sml. þótt möguleiki hafi verið að beita reglunni um brostnar forsendur. Á ári hverju falla nokkrir dómar, þó ekki margir séu, þar sem dómstólar ógilda löggerninga á grundvelli reglunnar um brostnar forsendur. Því verður að ætla að sú þróun muni halda áfram og að dómstólar muni áfram beita reglunni um brostnar forsendur í dómsniðurstöðum sínum.

Samþykkt: 
  • 13.12.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7012


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Brostnar forsendur.pdf429.14 kBLokaðurHeildartextiPDF