is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7034

Titill: 
  • Ógilding skilnaðarsamninga með áherslu á dómaframkvæmd Hæstaréttar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari verður fjallað um ógildingu fjárskiptasamninga hjóna, þegar þau skilja að skiptum. Áhersla verður lögð á dómaframkvæmd Hæstaréttar og þau fordæmi sem dómstólar hafa sett með dómaniðurstöðum sínum. Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993 er hjónum heimilt að semja um fjárskipti sín vegna skilnaðar að borði og sæng og lögskilnaðar, ella getur annað þeirra eða þau bæði krafist opinberra skipta til fjárslita. Meginreglan í hjúskaparrétti er helmingaskiptareglan sem er að finna í 103. gr. hjskl., en fordæmi eru fyrir því að hjón víki frá þeirri reglu með vísan í svokallaða skáskiptareglu hjúskaparlaga sem er að finna í 104. gr. hjskl.
    Fjallað verður almennt um fjárskiptasamninga, þau skilyrði sem samningar þurfa að uppfylla samkvæmt 1. mgr. 95. gr. hjskl. og hvenær heimilt sé að beita ógildingarákvæði hjúskaparlaga sem er að finna í 2. mgr. 95. gr. hjskl. um samninga. Samkvæmt því ákvæði skal dómsmál höfðað innan eins árs frá fullnaðardómi til skilnaðar eða frá útgáfu leyfisbréfs til skilnaðar. Fjallað verður almennt um málshöfðunarfrestinn auk þess sem fjallað verður um túlkun Hæstaréttar á frestinum í framkvæmd. Í lok 2. mgr. 95. gr. hjskl. er þess getið að tímafrestir þessir eigi ekki við ef freistað er þess að hnekkja samningi með stoð í reglum um fjármunaréttarsamninga. Ekki verður ítarlega fjallað um ógildingarreglur fjármunaréttarsamninga í ritgerð þessari, þar sem höfundur telur þá umfjöllun betur eiga heima á sviði samningaréttar.
    Í 2. mgr. 95. gr. hjskl. kemur fram að fella megi fjárskiptasamning að öllu eða nokkru leyti úr gildi með dómi, ef hann var bersýnilega ósanngjarn á þeim tíma er til hans var stofnað. Skilyrðið um að samningur þurfi að vera „bersýnilega ósanngjarn“ er annað meginskilyrða ógildingarákvæðis hjúskaparlaga, auk skilyrðisins um að mál sé höfðað innan árs. Farið verður í túlkun orðasambandsins „bersýnilega ósanngjarnt“ og ítarlega er fjallað um dóma þar sem málsaðilar hafa farið fram á ógildingu fjárskiptasamnings á þeim forsendum að hann uppfylli skilyrði ákvæðisins um bersýnilega ósanngirni.
    Að lokum er fjallað almennt um sönnunarbyrði við ógildingu fjárskiptasamninga og sönnunarbyrði í dómaframkvæmd Hæstaréttar. Í ritgerð þessari verður ekki fjallað um forsögu 2. mgr. 95. gr. hjskl. né réttaráhrif ákvæðisins, þar sem leitast er við að fjalla um viðfangsefnið út frá dómafordæmum Hæstaréttar og hvernig dómstólinn beitir ógildingarákvæði 2. mgr. 95. gr. hjskl. í framkvæmd.

Samþykkt: 
  • 14.12.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7034


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ba-berglind.pdf323.62 kBLokaðurHeildartextiPDF
Ba-forsida.pdf30.57 kBLokaðurForsíðaPDF