is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7045

Titill: 
  • Mörk brostinna forsendna í samningarétti og vanefndareglna kröfuréttar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hugtakið brostnar forsendur stendur í vissum skilningi á markalínu samningaréttar og kröfuréttar. Almennt er viðurkennt að til sé ólögfest ógildingarheimild í samningarétti grundvölluð á brostnum forsendum og jafnframt virðast þær leggja grunninn að vanefndareglum kröfuréttar. Galli er í raun brostin forsenda og hið sama má segja um vanheimild, greiðsludrátt, ómöguleika og aðrar vanefndir. Almennt væri því hægt að segja að vanefnd greiðslu sé í eðli sínu brostin forsenda gagnvart þeim aðila sem á tilkall til hennar.
    Þessari ritsmíð er ætlað að rannsaka nánar tvíeðli hugtaksins brostnar forsendur. Nokkurs óskýrleika virðist gæta í skrifum fræðimanna og jafnvel dómsúrlausnum um hvaða ásjónu brostinna forsendna er fjallað um hverju sinni. Í raun virðist kröfuhafi geta ráðið hvort hann beri fyrir sig brostnar forsendur í skilningi samningaréttar og krefjist ógildingu löggernings, eða byggi á vanefndareglum kröfuréttar og réttaráhrifum sem þeim fylgja. Í ritgerðinni verður gerð tilraun til að kanna nánar þetta val kröfuhafa og varpa ljósi á þær aðstæður sem leitt geta til þess að vænlegast sé að beita hvorri leiðinni fyrir sig. Samhliða verða kannaðir nokkrir áhugaverðir dómar Hæstaréttar sem vísa veginn. Við val á dómum hefur verið litið til mála þar sem virðast vera tilefni til að beita báðum ofangreindum valkostum kröfuhafa. Sérstaka athygli vekja tilfelli þar sem dómsúrlausn virðist ekki í samræmi við fræðin. Ólíklegt þykir að hægt verði að lýsa skýrmótaðri markalínu viðfangsefnanna tveggja í niðurstöðukaflanum í lokin. Engu að síður standa vonir höfundar til þess að hún nægi lesendum til glöggvunar á samspili þeirra í íslenskri réttarframkvæmd.

Samþykkt: 
  • 15.12.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7045


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerdforsida.pdf38.36 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
ritgerd lokautgafa.pdf112.18 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna