is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7104

Titill: 
  • Umhverfi stóriðju og menningarminjar sóknarfæri í allra þágu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessa verkefnis var að leita svara við eftirfarandi spurningu: Geta nýtt og gamalt,staðið saman sem andstæður en um leið skapað sterka heild, styrkt hvort annað, hvoru tveggja sem hluti af menningararfleið? Til að leita svara við spurningunni var umhverfi álversins í Straumsvík valið sem viðfangsefni. Sett var fram tillaga sem miðar að því að tengja saman stóriðjuna og
    nærumhverfi hennar. Áhersla var lögð á að sækja innblástur í menningarminjar á lóðinni, þá sérstaklega Kapellu Heilagrar Barböru. Með því var reynt að varpa ljósi á landslagshönnun
    sem gæti þjónað hlutverki sem fræðandi þáttur í umhverfinu.
    Í víðu samhengi var bent á þörf mannsins og samfélagsins fyrir úthugsaða umhverfishönnun og þeim tækifærum sem felast í umhverfinu. Varpað var ljósi á landslagshönnun hérlendis
    sem byggir á menningararfinum, upplifunarhönnun tveggja þekktra hönnuða var kynnt og gerð var samantekt á laga- og reglugerðarramma er snýr að verndun menningarminja. Til að
    nálgast viðfangsefnið var fjallað um sögu og menningarminjar í Kapelluhrauni og framkvæmt mat á sjónrænum þáttum í umhverfinu.
    Með þessari heimildaskoðun, greiningar- og skissuvinnu voru settar fram hugmyndir um útlit svæðisins í kringum álverið í Straumsvík. Hugmyndir sem gætu svarað kalli um samfélagsábyrgð
    fyrirtækja eins og Alcan og sýn sveitafélaga eins og Hafnarfjarðarbæjar um að „fara vel með“ og þannig stuðlað að bættum lífsgæðum þeirra sem fara um svæðið.

Samþykkt: 
  • 20.12.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7104


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Hjördís Sigurðardóttir.pdf6.91 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna