is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7110

Titill: 
  • Að lifa með eyrnasuð. Reynsla, upplifun og lífsgæði
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Mótmælin á Austurvelli höfðu mikil áhrif á íslenskt mannlíf en þeim fylgdi ógnarhávaði sem væntanlega hefur setið í mörgum mótmælendum sem sónn eða suð í höfði í einhverja daga. Talið er að um 10-15% fullorðinna einstaklinga hafi eyrnasuð en það er samheiti yfir öll aukahljóð í eyrum. Í flestum tilfellum er eyrnasuð skynjun á hljóði í eyrum eða höfði einstaklinga sem ekki á sér skýringu í umhverfi þeirra. Þessari rannsókn er ætlað að kanna reynslu, upplifun og lífsgæði fólks með eyrnasuð hér á landi en lítið hefur verið skrifað um eyrnasuð í íslensku samfélagi. Rannsóknin er byggð á viðtölum við átta einstaklinga með eyrnasuð. Niðurstöðurnar benda til að reynsla fólks af eyrnasuði hér á landi sé lík þeim reynsluheimi sem erlendar rannsóknir draga fram með stöku frávikum. Þátttakendur vildu hvorki ræða mjög mikið við aðra um ástand sitt né sækja sér sálfélagslegan stuðning en þó hafði eyrnasuðið einhver áhrif á daglegt líf þeirra í öllum tilfellum. Ljóst er að skapa þarf meiri umræðu um eyrnasuð hér á landi og upplýsa fólk með eyrnasuð, sem og aðra, betur um eðli þess og áhrif. Rannsóknin vekur fjölda spurninga sem gagnlegt er að leita svara við til að kortleggja þarfir fólks með eyrnasuð og meta hvers konar þjónustu halda skal úti.

Samþykkt: 
  • 21.12.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7110


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Margrét Ófeigsdóttir MA verkefni 2010.pdf1.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna