is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7181

Titill: 
  • Vettvangsathugun á lífslokum á íslensku hjúkrunarheimili
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Aldraðir íbúar hjúkrunarheimila eru mjög farnir að heilsu og andlát eru tíð. Misbrestur virðist á að mjög hrumum íbúum hjúkrunarheimila sé boðin líknarmeðferð þar sem horft er heildrænt á sjúklinginn og aðstandendur hans þrátt fyrir að slík meðferð sé talin æskileg við lífslok.
    Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvernig staðið er að meðferð við lífslok aldraðra á íslensku hjúkrunarheimili og var eigindlegu rannsóknaraðferðinni vettvangsathugun beitt. Gagnasöfnun fór fram með viðtali við fjóra hópa hjúkrunarfræðinga heimilisins (11 einstaklinga), fjögurra mánaða athugun á vettvangi og skoðun opinberra gagna heimilisins. Túlkandi fyrirbærafræði var beitt við gagnagreiningu og niðurstöður settar fram í tveimur meginþemum sem hvort um sig hafði þrjú undirþemu. Í fyrra meginþemanu, Líknin sett í öndvegi, kom fram að sökum þess að íbúarnir voru farnir að heilsu töldu hjúkrunarfræðingarnir æskilegast að hafa hugmyndafræði líknarmeðferðar að leiðarljósi við umönnun íbúanna – allt frá komu þeirra á hjúkrunarheimilið þar til yfir lauk. Niðurstöður fyrra meginþemans benda jafnframt til að mikilvægt sé að efla umræðu fólks um líknarmeðferð aldraðra á íslenskum hjúkrunarheimilum. Í seinna meginþemanu, Hjúkrunarfræðingar eru burðarás lífslokameðferðar á hjúkrunarheimili, kom í ljós að kunnátta og færni hjúkrunarfræðinga heimilisins skiptu miklu máli við að greina yfirvofandi lífslok og vinna að viðhlítandi ráðstöfunum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að margt sé líkt með ásigkomulagi og líðan íbúa hjúkrunarheimila og sjúklinga líknardeilda og svipað sé komið fyrir þeim heilsufarslega. Þessar niðurstöður beina sjónum að því að mikilvægt sé að taka mið af þeirri fagþekkingu, mönnun og aðbúnaði, sem er við lýði á líknardeildum, við skipulagningu allrar þjónustu á hjúkrunarheimilum.
    Meginhugtök rannsóknarinnar: Aldraðir, hjúkrunarheimili, lífslokameðferð, líknarmeðferð, túlkandi fyrirbærafræði og vettvangsathugun

  • Útdráttur er á ensku

    Elders in nursing homes suffer from poor health, and deaths are frequent. Apparently it is common that very frail residents of nursing homes are not offered palliative care. However, palliative care, which offers a holistic approach to the person and his or her family, has been found to be preferable to the dying person.
    The purpose of this study was to examine the end-of-life treatment of the elderly in an Icelandic nursing home using the method of ethnography. Data collection consisted of interviews with four groups of registered nurses (RNs) working in the nursing home (eleven individuals), observation for four months and an examination of the official records in the home. Data was analyzed with interpretative phenomenology. The findings are presented in two main themes each of which has three subthemes. The first main theme, Palliative care is most important, presents the findings that the RNs believed that due to the residents’ poor health it was best to follow the ideology of palliative care in their care approaches – from the residents' arrival at the nursing home to their death. This theme also suggested that public awareness of palliative care of the elderly in Icelandic nursing homes should be encouraged. The second main theme, RNs are the pillars of palliative care in a nursing home, shows that the knowledge and skills of the nurses in the institution played a crucial role in the analysis of impending deaths and proper responses to them. The findings of the study suggest that there are many parallels between the condition and feelings of residents of nursing homes and patients in palliative care wards. These findings draw attention to the importance of taking into consideration the professional knowledge, staffing and circumstances offered in palliative care wards when it comes to the organization of all services offered in nursing homes.
    Key concepts of the study: Elderly, end-of-life care, ethnography, interpretative phenomenology, nursing homes and palliative care

Styrktaraðili: 
  • Fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga, Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma (FAAS)
Samþykkt: 
  • 7.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7181


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
annyMS.pdf2.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna