is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7182

Titill: 
  • Notkun og árangur af sárasogsmeðferð á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Sárasogsmeðferð er nýjung í meðferð sára. Henni var fyrst lýst í núverandi mynd árið 1997. Meðferðin byggir á því að undirþrýstingur er myndaður staðbundið í sárbeðnum með umbúðum og sogtæki sem tengt er við umbúðirnar. Með þessu er sárið hreinsað og flýtt fyrir sárgræðslu. Sárasogsmeðferð hefur verið notuð á Íslandi í nokkur ár, þó mest síðustu fimm árin. Um er að ræða aðra nálgun í meðferð sára sem getur nýst í meðferð ýmissa sjúklingahópa. Upplýsingar um notkun og árangur af sárasogsmeðferð liggja ekki fyrir hér á landi.
    Markmið: Að athuga hve margir sjúklingar fengu sárasogssmeðferð á Íslandi árið 2008 og leggja mat á árangur meðferðar. Niðurstöðurnar geta nýst við meðferð sjúklinga og sem grunnur frekari rannsókna.
    Aðferð: Þetta var aftursýn lýsandi rannsókn þar sem skoðaðar voru sjúkraskrár allra sjúklinga sem fengu sárasogsmeðferð hérlendis frá janúar til desember 2008. Kannað var hvaða ábendingar lágu til grundvallar meðferðar, hve langan tíma meðferðin tók og hver árangur hennar var. Einnig voru skoðaðir þættir sem geta haft áhrif á gróanda sára, eins og sykursýki, reykingar og aldur.
    Niðurstöður: Alls fengu 56 sjúklingar 65 sárasogsmeðferðir á þessu 12 mánaða tímabili, 35 (62,5%) karlar og 21 (37,5%) konur. Meðalaldur var 61,5 ár og var yngsti sjúklingurinn 8 ára og sá elsti 93 ára gamall. Af 56 sjúklingum sem fengu meðferðina létust sex vegna undirliggjandi sjúkdóma og voru þeir ekki teknir með við mat á gróanda sára. Af 59 meðferðum náðist fullur gróandi sára í 40 (67,8%) en ófullkominn gróandi í hinum 19 (32,2%). Helstu ábendingar fyrir meðferð voru sýking í sári (40%), örvun gróanda (41,5%) og viðhald opinna holrúma (18,5%). Flest sárin voru á brjóstkassa (24,6%) og neðri útlimum (26,2%). Notast var við KCI® sárasog í 72,3% tilfella og það tengt við svamp í öllum tilvikum nema einu. Fylgikvillar tengdir meðferð voru skráðir í 19 (32,2%) tilfellum og voru verkir (12,3%) og húðvandamál (10,8%) algengust.
    Ályktanir: Sárasogsmeðferð er töluvert notuð á Íslandi, sérstaklega við sýkt skurðsár og langvinn sár. Í tveimur þriðju tilfella náðist fullur gróandi sára sem telst góður árangur.

Samþykkt: 
  • 7.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7182


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_IG_endanlegt skjal.pdf2.86 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna