is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/719

Titill: 
  • Kynferðisleg misnotkun og önnur sálræn áföll í æsku og áhrif þeirra á heilsufar og líðan kvenna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknir sýna að börn sem verða fyrir ýmsu ofbeldi eða kynferðislegri misnotkun upplifa mikla vanlíðan, eru með geðræn vandamál, lélega sjálfsmynd og sjálfsvígshugsanir. Á fullorðinsárum koma fram ýmis líkamleg, geðræn og félagsleg vandamál og einstaklingar leita mikið í heilbrigðisþjónustuna. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna heilsufar og líðan kvenna sem hafa orðið fyrir sálrænum áföllum í æsku, eins og kynferðislegri misnotkun og öðru ofbeldi. Rannsóknaraðferðin var fyrirbærafræðileg, eigindleg og kennd við Vancouver-skólann. Tekin voru samtals 14 viðtöl við sjö konur á aldrinum 30-65 ára sem höfðu slíka sögu og höfðu leitað sér aðstoðar í heilbrigðiskerfinu. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að sálræn áföll í æsku, eins og kynferðisleg misnotkun og ofbeldi, hafa mjög alvarlegar afleiðingar. Þeim var skipt í sex megin þemu: 1) Upplifun af áfallinu, þar sem konur ýmist lokuðu á sára reynslu, fóru útúr líkamanum eða upplifðu ,,sálarmorð”. 2) Slæm líðan sem barn og unglingur þar sem þær lýsa allar mikilli vanlíðan, voru með geðræn og líkamleg einkenni og voru berskjaldaðar fyrir endurteknu ofbeldi. 3) Líkamleg einkenni sem þær voru þjakaðar af á fullorðinsárum eins og móðurlífsvandamál, útbreiddir verkir, vefjagigt og eru fimm þeirra öryrkjar sökum þess. 4) Geðræn vandamál sem hafa þjakað þær allt lífið með kvíða, þunglyndi, sjálfsvígshugsunum og sjálfsvígstilraunum. 5) Erfiðleikar við tengslamyndun, traust og snertingu, en þeim hefur gengið mjög illa að tengjast maka og börnum og átt erfitt með snertingu og kynlíf. 6) Staðan í dag og horft til framtíðar. Allar konurnar þróuðu með sér einkenni áfallaröskunar, lifa við mikla vanlíðan í dag, eru oft fullar vonleysis og finnst þær vera að gefast upp á lífinu. Mikilvægt er að efla fræðslu til fagfólks svo það geti greint einkenni og hugsanlegar afleiðingar, brugðist rétt við og veitt stuðning.

Samþykkt: 
  • 1.1.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/719


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
kynferdisleg_misnotkun.pdf948.66 kBOpinnKynferðisleg misnotkun - heildPDFSkoða/Opna