is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7202

Titill: 
  • Við hræðumst hjarta hans. Birtingarmyndir geðraskana og fólks með geðraskanir í Morgunblaðinu 1993-2008
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð voru greindar 1636 greinar úr gagnasafni Morgunblaðsins frá árunum 1993-2008 með aðferðum innihaldsgreiningar í þeim tilgangi að varpa ljósi á þær birtingarmyndir sem dregnar væru upp af geðröskunum og fólki með geðraskanir. Helstu niðurstöður eru þær að mikil aukning í fjölda frétta og greina verður á milli áranna 1993 og 1998 um geðraskanir og fólks með geðraskanir sem heldur áfram dampi næstu ár. Áhugi ritstjórans á geðheilbrigðismálum virðist spila stórt hlutverk í stefnumótun blaðsins í þessum málaflokki og framsetningu. Frásagnarmáti Morgunblaðsins er fremur hlutlægur þessi ár, staðalímyndir eru hvorki áberandi né fréttir af vísindauppgötvunum, harmleikjum eða skorti á peningum í málaflokk geðsjúkra. Langflestar greinarnar fjölluðu um þunglyndi og var umræðan um það fjölbreytt en lítið var fjallað um aðrar geðraskanir. Mikið ósamræmi var á milli hlutfalls greina um einstakar geðraskanir og hlutfalls geðraskana í raunveruleikanum. Helstu viðmælendur voru læknar og athyglisvert er að fólk með geðraskanir var í miklum minnihluta viðmælenda öll árin en skrifuðu þeim mun oftar aðsendar greinar. Hin læknisfræðilegu sjónarhorn voru ráðandi og mest var fjallað um sjúkdómshliðina. Þær greinar höfðu ákveðið fræðslu- eða forvarnargildi. Lítið var fjallað um hinn félagslega veruleika geðraskana en þó fjallaði nokkuð af greinunum um réttindamál fólks með geðraskanir.

Samþykkt: 
  • 11.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7202


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Við hræðumst hjarta hans.pdf871.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna