is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7217

Titill: 
  • Konur Vindáshlíðar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður leitast við að kanna hvort skipulagsheildir eins og Vindáshlíð hafi aukið hæfni og færni kvenna til frekari atvinnuþátttöku á Íslandi. Enn fremur verður skoðað hvaða hvati sé til staðar sem fær konur til að starfa í skipulagsheildum sem eru ekki reknar í hagnaðarskyni eins og Vindáshlíð.
    Vindáshlíð er kristilegar sumarbúðir sem eru ekki reknar í hagnaðarskyni og hafa verið starfræktar og stjórnað af konum frá stofnun árið 1949.
    Miklar breytingar virðast hafa átt sér stað á vinnumarkaði Íslands síðustu 50 árin og breytt viðhorf gagnvart atvinnuþátttöku kvenna hefur átt sér stað í samfélaginu. Skipulagsheildir sem eru ekki reknar í hagnaðarskyni áttu samkvæmt hagfræðilegum kenningum ekki að geta gengið upp í rekstri í efnahagslegu samfélagi. Með tímanum hafa þær þó sannað að svo sé ekki og hafa sumar af þessum skipulagsheildum náð góðum árangri. Hvatning á íslenskum vinnumarkaði virðist hafa þróast í það að snúa meira að innri hvatningu frekar en ytri hvatningu.
    Markmið ritgerðarinnar er að skilgreina fræðin og þau hugtök sem liggja að baki því efni sem ritgerðin fjallar um. Gert verður grein fyrir eigindlegri rannsókn sem var framkvæmd af höfundi og þeim rannsóknarspurningum sem voru lagðar fram af rannsakanda verður svarað í þessari ritgerð.
    Niðurstaða höfundar er að skipulagsheildir eins og Vindáshlíð hafi veitt konum vettvang til að öðlast færni sem þær síðan nýttu sér til aukinnar atvinnuþátttöku. Niðurstaða höfundar er einnig sú að það sé innri hvatning sem fái konur til að starfa fyrir Vindáshlíð. Hvatning eins og trúarleg hvatning, sjálfsþekking, velvilji og fleira.

Samþykkt: 
  • 12.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7217


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs. ritgerð - Konur Vindáshlíðar - Berglind Ósk Einarsdóttir.pdf346.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna