is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7229

Titill: 
  • Fjármögnun og fall Íslandsbanka árið 1930
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er starfsemi Íslandsbanka á árunum 1904 til 1930 og fall bankans árið 1930. Byrjað er á að skoða viðskiptalíkan bankans, seðlabankastarfsemi hans og hvaða áhrif stofnun hans hafði á þróun íslenska bankakerfisins. Í framhaldinu er gerð ítarleg greining á fjármögnun bankans og í tengslum við hana er skoðað hvernig starfsemi banka er fjármögnuð nú til dags. Þróun einstakra fjármögnunarliða Íslandsbanka er skoðuð og lagt er mat á hvaða ástæður lágu að baki breytingum á fjármögnun bankans. Árleg lausafjárstaða Íslandsbanka er reiknuð út og greint hvaða þættir höfðu áhrif á breytingar á henni. Niðurstaða þessarar greiningar er sú að afnám seðlaprentunarvalds bankans og útstreymi innlánsfjár voru þeir þættir sem höfðu hvað mest áhrif á lausafjárstöðu hans síðustu starfsárin. Einnig leiðir útreikningur á árlegri lausafjárstöðu bankans í ljós að frá árinu 1921 var lausafjárstaða bankans mjög erfið og var hann af þeim sökum mjög viðkvæmur fyrir áföllum í rekstri. Skoðun á afkomu bankans sýnir að hann skilaði alltaf hagnaði af reglulegri starfsemi sinni en síðustu tíu starfsárin glímdi hann við miklar afskriftir vegna útlánatapa. Að lokum er fall bankans árið 1930 skoðað. Lausafjárstaða Íslandsbanka var orðin mjög lítil í ársbyrjun 1929 og leiddu því þeir erfiðleikar sem bankinn lenti í á árunum 1929 og 1930 til þess að honum var lokað 3. febrúar 1930 vegna lausafjárskorts. Margt bendir til þess að þau mistök sem gerð voru þegar Ísland fékk fullveldi árið 1918 hafi leitt til margra af þeim vandamálum sem Íslandsbanki og íslenska fjármálakerfið glímdi við á þriðja áratug tuttugustu aldar. Á þessum tíma hefðu stjórnvöld nauðsynlega þurft að bæta stofnanaumgjörð íslenska fjármálakerfisins til að tryggja stöðugleika hagkerfisins og greiðsluhæfi gjaldmiðilsins. Með þessu hefðu starfsskilyrði Íslandsbanka verið mun betri síðustu starfsár bankans og því hefði staða bankans líklega verið allt önnur þegar kom fram á árið 1929.

Samþykkt: 
  • 13.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7229


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ISB.pdf505.68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna