EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7241

Title
is

Notkun steinröra í vegræsi

Submitted
January 2011
Abstract
is

Í ritgerðinni er leitast við að svara þeirri spurningu hvort fýsilegt sé að auka notkun innlendra steinsteyptra röra í stað innfluttra stálröra í vegræsum á þjóðvegakerfi landsins.
Þjóðvegakerfið er í heild um 13 þúsund kílómetrar og á því eru samanlagt um 500 kílómetrar af vegræsum. Miðað við 30 ára meðallíftíma er endurnýjunarþörfin því 15-20 kílómetrar á ári. Því má ljóst vera að um töluverða hagsmuni er að ræða.
Í ritgerðinni er leitast við að meta hvaða verð steinröraframleiðendur þurfa að bjóða til að vera samkeppnishæfir við innflutt stálrör, út frá mismunandi forsendum. Áhrifavaldar eru til að mynda; fjármögnunarkostnaður, birgðahald, rýrnun, líftími, rennsliseiginleikar mismunandi röragerða o.fl.
Megin niðurstöður ritgerðarinnar eru að innlend steinrör séu samkeppnishæf við innflutt stálrör þegar kemur að verði. Steinrörin standa stálrörunum umtalsvert framar hvað varðar endingu og rennsliseiginleika en flutningar eru snúnari hvað steinrörin varðar vegna þyngdar þeirra umfram sambærilegs stálrörs. Þó má leiða að því líkur að með skynsamlega útfærðum flutningum og birgðahaldi megi ná þeim árangri að hlutfall flutningskostnaðar verði ekki verulega hærra á steinrörum.

Accepted
13/01/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Notkun steinröra í... .pdf1.57MBLocked Complete Text PDF  

Note: Óskað er eftir að ritgerðin verði læst vegna viðkvæmra viðskiptalegra upplýsinga sem fram koma í henni.