is Íslenska en English

Bók

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Doktorsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7296

Titill: 
  • Tengsl mígrenis, blóðþrýstings og bólgusvars við dauða vegna hjarta- og æðasjúkdóma
  • Titill er á ensku Migraine, blood pressure and inflammation in relation to cardiovascular disease and mortality
Útgáfa: 
  • Nóvember 2010
Útdráttur: 
  • Mígreni er algengur tauga- og æðasjúkdómur sem hefur áhrif á um 6% karla og 16-18% kvenna. Mígreni hefur verið lýst sem alvarlegum verk oftast öðru megin í höfði ásamt þungum æðaslætti. Verknum fylgja oft ógleði eða uppköst og í sumum tilvikum sjón og skyntruflanir. Nær öld er liðin síðan fyrsta rannsóknin á tengslum mígrenis og háþrýstings leit dagsins ljós. Margar rannsóknir hafa fylgt í kjölfarið með misvísandi niðurstöðum. Rannsóknum fer fjölgandi sem sýna samband milli mígrenis og blóðþrýstings en þær sýna þó mismunandi tengsl milli mígrenis og slagbils-, hlébils- eða púlsþrýstings. Sumar rannsóknir hafa sýnt aukið algengi háþrýstings og hækkuð blóðgildi bráðfasaprótínsins CRP (C-reactive prótein) á meðal þeirra sem hafa mígreni en aðrar rannsóknir hafa ekki fundið þetta samband. Háþrýstingur og CRP eru bæði áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma.
    Því er nauðsynlegt að skera úr um hvort einstaklingar með mígreni séu í aukinni hættu á hjarta- og æðasjúkdómum.
    Sjúkleiki og dauðsföll sem tengjast hjarta- og æðasjúkdómum eru algeng og þungbær heilsufarsvandamál bæði í efnahagslega þróuðum ríkjum sem og vanþróuðum. Ekki hafa verið gerðar margar rannsóknir á langtímaáhrifum mígrenis á dánartíðni, hvorki dánartíðni úr hjarta- og æðasjúkdómum né öllum dánarorsökum. Því er aukin þekking á áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma á meðal einstaklinga með mígreni mikilvæg og getur
    hugsanlega nýst til þess að minnka áhættu af þeirra völdum í framtíðinni.
    Aðalmarkmið þessarar rannsóknar var að kanna tengsl mígrenis við hjarta- og æðasjúkdóma og áhættuþætti þeirra í Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar. Fyrstu tvær greinarnar (af fjórum) fjalla um tengsl mígrenis við þekkta áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma (háþrýsting og CRP) í þversniðsrannsókn. Síðari tvær greinarnar fjalla um langtímaáhrif sem tengjast mígreni, þriðja greininum tengsl við drep í heila og hin fjórða við dánarlíkur úr hjarta- og æðasjúkdómum.
    Umræða og ályktanir: Algengi mígrenis í Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar var svipað því sem fundist hefur í öðrum hóprannsóknum. Samband milli mígrenis og háþrýstings fannst ekki. Borið saman við einstaklinga án mígrenis þá fannst samband milli mígrenis og lækkaðs púlsþrýstings, lækkaðs slagbilsþrýstings og hækkaðs hlébilsþrýstings. Blóðgildi CRP voru ekki hærri meðal einstaklinga með mígreni samanborið við þá sem voru án mígrenis. Tengsl CRP gilda og mígrenis voru einnig svipuð meðal þeirra sem fengu kransæðasjúkdóm á eftirfylgnitímanum og þeirra sem ekki fengu kransæðasjúkdóm.
    Sú langsniðsrannsókn sem hér var framkvæmd bendir til þess að mígreni með áru á miðjum aldri sé tengt heiladrepi á efri árum. Tengsl voru enn til
    staðar eftir að leiðrétt var fyrir áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma, sem bendir til þess að heiladrepstengslin við mígreni með áru séu óháð þessum hefðbundnum áhættuþáttum.
    Ennfremur var sýnt í langsniðsrannsókn með eftirfylgd í yfir 470 þúsund persónuár og meðaleftirfylgd uppá 26 ár að karlar og konur með mígreni með áru voru í aukinni hættu á dauða vegna hjarta- og æðasjúkdóma og af völdum allra orsaka en þeir sem höfðu mígreni án áru voru ekki í aukinni áhættu í samanburði við einstaklinga án höfuðverkja. Þegar hjarta- og æðasjúksómum var skipt upp kom í ljós að einstaklingar með mígreni með áru voru í aukinni hættu á dauða vegna bæði kransæðasjúkdóma og heilablóðfalls. Munur í blóðþrýstingi eða CRP gildum skýrir ekki þá auknu
    dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma sem fannst á meðal einstaklinga með mígreni samanborið við þá sem voru án höfuðverkja í þessari rannsókn.
    Konur með mígreni með áru voru í aukinni hættu á dauða vegna annarra sjúkdóma en hjarta- og æðasjúkdóma, ekki vegna krabbameina heldur vegna
    annarra sjúkdóma en krabbameina og hjartasjúkdóma.
    Mígreni með áru er sjálfstæður áhættuþáttur dauða vegna hjarta- og æðasjúkdóma og dauða af öllum orsökum bæði meðal karla og kvenna en
    mígreni er mun vægari áhættuþáttur en þekktir áhættuþættir eins og reykingar, sykursýki og háþrýstingur.

  • Útdráttur er á ensku

    Migraine is a common neurovascular disorder affecting approximately 6% of men and 16-18% of women. It is characterized by severe, pulsating, mostly one-sided headaches, accompanied by vomiting, nausea and in some cases visual and sensory symptoms. Almost a decade has passed since the first study was published on the association between migraine and hypertension. Many studies have been published since then, and data still conflict on whether there is an association or not. While there is growing evidence that migraine is associated with blood pressure changes, results vary on the effects on systolic-, diastolic- and pulse pressure levels. Some studies have shown increased prevalence of hypertension and elevated C-reactive protein (CRP) among migraineurs; both are risk factors for cardiovascular disease, while other studies have not found this association. This uncertainty on the risk factor status of migraineurs needs to be addressed in order to identify migraineurs that are potentially at increased risk for cardiovascular disease. Morbidity and mortality associated with CVD weighs heavily in both developed and developing countries. Studies on the long-term effects of having migraine on CVD- and all-cause mortality are scarce. Therefore, increased knowledge of potentially modifiable risk factors for CVD among migraineurs is of great value and may be used to reduce their CVD risk in the future.
    The primary aim of this study was to look at migraine in relation to CVD and CVD risk factors in the population-based setting of the Reykjavik Study. In the first two studies (of four), migraine is studied in relation to its association with established risk factors for CVD (hypertension and CRP) in a cross-sectional analysis. In the latter two studies, the long-term consequences (in terms of brain infarcts and CVD mortality) associated with migraine are studied using a prospective/ longitudinal analysis.
    Discussion and conclusions: The prevalence of migraine in the Reykjavik Study was similar to findings in other cohorts. No clear association was found between migraine and hypertension. It was found that subjects with migraine had lower pulse pressure, lower systolic- and higher diastolic blood pressure, compared with controls. CRP levels were not increased among migraine sufferers, compared with nonmigraineurs. The association between CRP and migraine status was similar among those developing coronary heart disease during follow-up and those who did not. The longitudinal analysis suggests that a remote history of migraine with aura is associated with brain lesions commonly found in older populations. Results persisted after controlling for cardiovascular risk factors and history of cardiovascular disease, thus suggesting that the mechanism linking the migraine aura with these lesions is independent of the usual risk factors for ischaemic vascular disease and may be specifically related to migraine with aura.
    Furthermore, in the longitudinal analysis with over 470 thousand personyears and a median follow-up of 26 years, men and women with migraine with aura were shown to be at increased risk of all-cause and CV mortality, compared with subjects with no headache, while migraineurs without aura were not at increased risk. When CV mortality was examined further, subjects with MA were at increased risk of both CHD and stroke mortality. The increased risk of CV mortality observed among migraineurs vs. those with no headache in current study was neither explained by differences in BP levels nor differences in CRP levels. Women with MA were at increased risk of non-CV mortality, which was not due to increased risk of cancer but increased risk of non-CV mortality other than cancer.
    Migraine with aura is an independent risk factor for cardiovascular and allcause mortality in both men and women, but is weaker than major established risk factors, such as cigarette smoking, diabetes and high blood pressure.

Styrktaraðili: 
  • Hjartavernd, Rannís, Rannsóknasjóður HÍ.
Samþykkt: 
  • 14.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7296


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Doktorsritgerd LSG 12.11.10.pdf3.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna