EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7312

Title
is

Áhrif starfsleitarnámskeiða á trú atvinnuleitenda á eigin getu til náms- og starfsákvörðunartöku

Submitted
February 2011
Abstract
is

Markmið þessarar er að skoða hvort starfsleitarnámskeið auki trú atvinnuleitenda á eigin getu til náms- og starfsákvörðunartöku. Rannsóknin byggir á blandaðri rannsóknaraðferð með megindlegum og eigindlegum gögnum. Gagna var aflað annarsvegar með styttri útgáfu sjálfsmatslistans Career Decision Self-Efficacy Scale (CDSE-SF) og hinsvegar með viðtölum til að öðlast skilning á reynslu og upplifun þátttakenda af starfsleitarnámskeiðum. Að auki notar höfundur kenningu fræðimannsins Jack Mezirow um umbreytingu í námi (e. transformative learning) til að meta áhrif kennsluaðferða starfsleitarnámskeiðanna.
Helstu niðurstöður úr tölfræðilegum gögnum sýna að marktækur munur var á trú atvinnuleitenda á eigin getu til náms- og starfsákvörðunartöku fyrir og eftir námskeið, þ.e. hún mældist meiri eftir námskeiðið. Niðurstöður úr viðtölum við lykilþátttakendur rannsóknar sýna sömu tilhneigingu. Viðmælendur voru sammála um að námskeiðið auki trú á eigin getu til náms- og starfsákvörðunartöku sem einnig má greina í breytingu á framtíðarmarkmiðum og aukinni virkni eftir námskeið. Flestir lykilþátttakendur fóru á önnur námskeið eftir að þeir luku námskeiðinu.
Kennsluaðferðir starfsleitarnámskeiðanna samræmast hugmyndum Mezirow um umbreytingaráhrif náms á þann hátt að atvinnuleitandinn endurskoðar hugmyndir um hver hann er og hvert hann stefnir með mati á eigin styrkleikum, sjálfseflingu og verkfærum sem nýtast í atvinnuleitinni. Þátttakendur töldu kennsluaðferðir sem felast í samræðu við aðra nemendur gagnlega og góða leið til að mynda nýja sýn á eigin starfsmöguleika.
Niðurstöður rannsóknar sýna að starfsleitarnámskeið sem bjóða nemendum að meta eigin færni og útbúa framtíðarmarkmið geta haft þau áhrif að auka trú á eigin getu til ná árangri í atvinnuleit. Að auki geta starfsleitarnámskeiðin haft þau áhrif að þátttakendur sækja í meira nám en áður.

Accepted
15/01/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
MA ritgerð feb 201... .pdf458KBLocked Complete Text PDF