is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7352

Titill: 
  • Framburðarfrávik í framstöðu orða þar sem /s/ er fyrsta hljóð. /s/- samhljóð og -samhljóðaklasar í framstöðu orða hjá börnum á fjórða aldursári
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er þróun /s/ -samhljóðs og -samhljóðaklasa í framstöðu orða í máltöku barna. Athugun var gerð í október 2010 á tíu norðlenskum börnum á fjórða aldursári. Þær niðurstöður voru síðan bornar saman við niðurstöður eldri framburðarrannsókna. Ritgerðin skiptist því í tvo meginhluta.
    Fyrri hlutinn byrjar á fræðilegum upplýsingum um málfræði en síðan er fjallað um tvær eldri rannsóknir á framburði barna. Fyrst er rannsókn Indriða Gíslasonar og Jóns Gunnarssonar frá árunum 1980-83 gerð skil. Sú rannsókn fjallar um framburð og fleirtölumyndun hjá 200 íslenskum börnum við fjögurra og sex ára aldur. Síðari rannsóknin sem stuðst er við var gerð í tengslum við doktorsritgerð Þóru Másdóttur árið 2008. Hún fjallar um samhljóðaþróun barna á máltökuskeiði sem voru annars vegar með eðlilegan málþroska og hins vegar frávik frá eðlilegum málþroska.
    Seinni hlutinn fjallar um athugunina frá október 2010, framkvæmd hennar og úrvinnslu. Niðurstöður eldri rannsókna eru bornar saman við þær sem fengust úr þessari athugun. Áþekkar niðurstöður komu fram, börn eiga í töluverðum erfiðleikum með framburð /s/ -samhljóðaklasa fram að fjórða aldursári. Eftir því sem klasinn er flóknari, þ.e.a.s. með fleiri samhljóðum í þeim mun meiri erfiðleikum eiga börnin með framburð á þeim. Langalgengast er að börn felli brott þau hljóð í framstöðu sem þau hafa ekki ennþá tileinkað sér.

Samþykkt: 
  • 20.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7352


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.A. ritgerð.pdf163.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna