is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Rannsóknarverkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7404

Titill: 
  • Ratvísi T-frumna til húðar. Áhrif D-vítamíns á tjáningu ratvísisameinda á T-frumum
Útdráttur: 
  • Ratvísi T-frumna til húðar er miðlað af mörgum þáttum. Má þar nefna sameindirnar CLA og CCR4 sem eru tjáðar á T-frumum og stjórna fari þeirra í gegnum æðaþekjuna og til húðar. Viðtakinn CCR10 kemur einnig við sögu og gerir T-frumum kleift að ferðast til yfirhúðar. Vítamínið D3 er myndað í yfirhúð. Það er forveri virka efnisins 1,25(OH)2D3. Sýnt hefur verið fram á að angafrumur geti myndað 1,25(OH)2D3 út frá D-vítamíni í húð og sýnt T-frumum. Markmið þessa verkefnis var að athuga hvort 1,25(OH)2D3 hvetji tjáningu CCR10 á T-frumum og stuðli þar með að fari þeirra til húðar.
    Einkjarna blóðfrumur voru einangraðar úr blóði og ræktaðar í 12 daga með IL-2. Á 6. degi ræktunar var 1,25(OH)2D3 bætt út í helming ræktar. Eftir 12 daga voru framkvæmdar innan- og utanfrumulitanir og sýnin keyrð í frumuflæðisjá.
    Marktæk aukning sást á tjáningu CCR10 í frumum ræktuðum með 1,25(OH)2D3 samanborið við viðmiðunarrækt. CCR4+ T-frumur sýndu mesta tjáningu á CCR10 hjá bæði CD4+ og CD8+ T-frumum. CCR10 tjáning fór hins vegar ekki saman við tjáningu CLA. Hugsanleg ástæða þessa er sú að T-frumurnar voru ræktaðar í 12 daga eftir ræsingu og tjáning CLA gæti verið lokið. Einnig var litað fyrir CD25, CD127 og α1 en það eru sameindir sem einkenna T-stýrifrumur. Niðurstöður gáfu til kynna að tjáning CCR10 virðist ekki vera tengd T-stýrifrumum. Til að skapa aðstæður sem líkjast þeim sem myndast í bólgum fékk hluti frumuræktarinnar IL-12. Þetta jók CCR10 tjáningu og hæsta tjáning á CCR10 mældist í ræktunum með IL-12 ásamt 1,25(OH)2D3.
    Vegna óljósra ástæðna fengust ekki marktækar niðurstöður úr innanfrumurækt.
    Hér hefur verið sýnt fram á að 1,25(OH)2D3 hvetur tjáningu CCR10 á T-frumum og hvetur þannig far þeirra til yfirhúðar Þær upplýsingar er hægt að nýta við áframhaldandi rannsóknir á ratvísi T-frumna til húðar.

Samþykkt: 
  • 24.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7404


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ratvísi T-frumna til húðar.pdf872.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna