is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Umhverfis- og auðlindafræði >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7413

Titill: 
  • Hlutverk sveitarstjórna eftir náttúruhamfarir og önnur samfélagsleg áföll. Greining á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga í skipulagi almannavarna
  • Titill er á ensku The role of local authorities within the civil protection system in Iceland
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Sveitarfélögin gegna lykilhlutverki í samfélaginu og sinna stórum hluta opinberrar þjónustu við íbúana. Eftir hamfarir eins og jarðskjálfta eða snjóflóð bregst kerfi almannavarna við og fjöldi ólíkra viðbragðsaðila starfar á áfallasvæðinu. Leit, björgun og aðhlynning slasaðra hefur forgang. Meðan hjálparlið er að störfum á slysavettvangi sinnir sveitarfélagið margs konar þjónustu við þolendur, s.s. hreinsun og viðgerðum, húsnæðisaðstoð og annarri félagslegri aðstoð og ráðgjöf, allt eftir eðli áfallsins.
    Rannsóknin beindist að stjórnsýslu sveitarfélaga og viðbrögðum þeirra vegna náttúruhamfara og annarra samfélagsáfalla. Gerð var almenn lagagreining á hlutverki ríkis, sveitarfélaga og annarra viðbragðsaðila sem gegna lykilhlutverki í skipulagi almannavarna. Jafnframt voru verkferlar og viðbragðsáætlanir athugaðar og fléttaðar saman við hið raunverulega hlutverk sem greining hefur sýnt að sveitarfélög gegni eftir hamfarir. Höfundur kom að aðstoð við sveitarfélög á Suðurlandi eftir jarðskjálftana 29. maí 2008 og nýttist sú reynsla í verkefninu. Aðferðum verkefnisstjórnar og gæðastjórnunar var beitt við alla þætti verkefnisins og notaði höfundur m.a. hugkort1 við greiningu og framsetningu niðurstaðna.
    Lagagreiningin var jafnframt hluti af rannsóknarverkefninu Langtímaviðbrögð við náttúruhamförum (LVN). Lokaafurð þess verkefnis fól í sér leiðbeiningar fyrir starfsmenn sveitarfélaga um viðbrögð í kjölfar náttúruhamfara, sem þegar hafa verið nýttar af sveitarfélögum á Suðurlandi.
    Niðurstaðan sýnir að starfsemi sveitarfélaga er í raun ekki hluti af skipulagi almannavarna, nema hvað almannavarnanefndir varðar. Almannavarnanefndir eru skipaðar af sveitarstjórnum og eru lögum samkvæmt ábyrgar fyrir gerð viðbragðsáætlana, sem fyrst og fremst lúta að stjórnun og samhæfingu við leit og björgun á fólki og allra fyrstu viðbrögðum. Þær áætlanir ná ekki til starfsemi sveitarfélaga og nærþjónustu sem þau veita þolendum eftir náttúruhamfarir og önnur áföll.
    Meistaraverkefnið hefur hlotið góðar undirtektir sveitarstjórna, Sambands íslenskra sveitarfélaga, almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, forsætisráðuneytis, dómsmálaráðuneytis og þátttökusveitarfélaga. Það gefur vísbendingu um að fullur áhugi sé meðal aðila um að bæta skipulag almannavarna og tryggja virka þátttöku sveitarstjórna í stefnumótun og starfi almannavarna.
    Verkefnið var unnið að hluta í tengslum við verkefnið Langtímaviðbrögð við náttúruhamförum (LVN). Upphaflega átti það eingöngu að vera hluti af LVN verkefninu, en breyttist í sjálfstæða rannsókn er fjallar um stjórnsýslu sveitarfélaga og hlutverk þeirra í skipulagi almannavarna.
    Ritgerðin tók miklum breytingum á þeim tveimur og hálfu ári sem hún var í vinnslu. Hluti hennar var birtur í bók sem gefin var út af LVN rannsóknarhópnum í september 2008. Á vinnslutíma fór fram heildarendurskoðun á lögum um almannavarnir nr. 82/2008. Í tengslum við þá endurskoðun vann LVN rannsóknarhópurinn álit varðandi langtímaviðbrögð eftir náttúruhamfarir þar sem m.a. var lagður fram hluti þeirra greiningarupplýsinga sem hér koma fram.
    Í maí 2008 urðu jarðskjálftar á Suðurlandi sem breyttu áherslum og veittu höfundi mikilvægar viðbótarupplýsingar inn í ritgerðina. Höfundur vann greiningu fyrir dómsmálaráðuneyti um þjónustumiðstöðvar á áfallasvæði í tengslum við setningu reglugerðar þar að lútandi.

  • Útdráttur er á ensku

    Government agencies play an important role in disaster response both at local and national levels in Iceland. Civil protection committees are responsible for setting emergency plans at the local level in each civil protection district.
    When disaster strikes; communities are confronted with multiple and urgent tasks. The chief Police Officer heads search and rescue operations and coordinates the rescue task forces within the area. Meanwhile the local government is also busy providing services to the community, e.g. regarding housing and other social aid.
    The aim of this thesis is to analyze the role of the local government in response and recovery after disaster. The different roles of the various agents involved was analyzed as well as the legal framework, disaster plans and operations procedures according to the Icelandic Civil Protection law.
    Although local governments have been responsible for local disaster planning since the first civil protection law in 1962, they have not been actively included nor their role in providing services for disaster victims duly acknowledged in the civil protection system.
    A comprehensive community disaster management plan requires the active participation of local council members in the preparation, to ensure that the tasks of local authorities in the disaster response and recovery are included in the plan.
    The MSc thesis is a part of a larger research project, Long-term response to disasters, which focuses on long-term relief and recovery and provides general guidelines to assist local governments in preparing action plans to support the full recovery of hazard stricken communities.

Styrktaraðili: 
  • Rannsóknasjóður Rannís veitti nemastyrk, LVN verkefnið greiddi fyrir þann þátt er unninn var fyrir LVN verkefnið. Dómsmálaráðuneytið greiddi fyrir greiningarvinnu vegna þjónustumiðstöðvar á áfallasvæði, sem unnin var fyrir ráðuneytið vegna reglugerðarsetningar. Stofnun Sæmundar fróða veitti vinnuaðstöðu allan námstímann, Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra veitti vinnuaðstöðu sumarið 2007 og Samband íslenskra sveitarfélaga haustið 2007.
Samþykkt: 
  • 24.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7413


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
meistararitgerd_herdis_skemman.is_.pdf991.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna