is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7415

Titill: 
  • Danskir innflytjendur á Íslandi : tungumálið er glugginn að menningunni og grundvöllur aðlögunar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í samfélagsumræðunni á Íslandi ber mál innflytjenda oft á góma. Er þá iðulega átt við einstaklinga frá fjarlægum menningarheimum en líklega sjaldnar norrænar þjóðir. Markmið rannsóknarinnar var að kanna stöðu og lífssögu danskra kvenna á Íslandi og hvernig aðlögun og samlögun þeirra gekk fyrir sig. Það var gert með því að skyggnast inn í líf nokkurra danskra kvenna sem fluttust á fullorðinsaldri til Íslands með íslenskum eiginmönnum sínum, og upplifun þeirra af þessari lífsreynslu könnuð.
    Fátt er til af rituðum gögnum og fræðiefni um búferlaflutning Norðurlandabúa til Íslands og aðlögun þeirra að íslenskri menningu, því var aðallega stuðst við rannsóknargögn um innflytjendur frá öðrum löndum. Ýtarleg og opin viðtöl voru tekin við fimm danskar konur, rýnihópur var settur á laggirnar, viðtöl tekin við íslenska eiginmenn dönsku kvennanna og hlustað var á fólk sem á einhvern hátt tengist viðmælendum eða hafði skoðun á viðfangsefni ritgerðarinnar.
    Rannsóknin var eigindleg þar sem uppistaðan var djúpviðtöl við viðmælendur með reynslu af því að flytja til Íslands. Fyrri hluti rannsóknarinnar var framkvæmdur haustið 2008 og viðtölin greind eftir aðferðafræði Vancouver–skólans í fyrirbærafræði. Niðurstöðurnar leiddu í ljós sameiginlega þætti í lífi kvennanna; litla vitneskju um land og þjóð og erfitt var að flytja en ævintýraþrá var til staðar. Glíman við siði og tungu var strembin en móttökurnar voru góðar og aðstoð var að fá. Fram kom að virðingarstig Dananna hækkaði með bættri íslenskukunnáttu. Niðurstöðurnar leiddu einnig í ljós hvernig sá sem flytur getur sjálfur haft áhrif á gang mála.
    Framhaldsrannsókn var framkvæmd vorið 2010 og byggði á áhugaverðum niðurstöðum og/eða vísbendingum fyrri rannsóknar en var viðameiri. Í rannsókninni var upplifun kvennanna af því að aðlagast hinu íslenska menningarsamfélagi krufin en staða þeirra sem Norðurlandabúar var skoðuð með tilliti til sjálfsmyndar og viðurkenningar. Reynsla Dananna af því að nema íslensku var könnuð og litið var nánar á tvítyngi. Konunum varð öllum ljóst að aðlögunarferlið að íslenskri menningu snérist um fleiri þætti en að læra nýtt tungumál. Séð í bakspegli var það skoðun þeirra að þetta ferli yrði ævilangt, eins og þroskasaga einstaklings er.

Samþykkt: 
  • 25.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7415


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Danskir innflytjendur.pdf647.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
12 Fylgiskjol. Danskir innflytjendur.pdf695.21 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Fylgiskjöl ritgerðar má nálgast í prentuðu eintaki.