is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/742

Titill: 
  • Menntun og reynsla körfuknattleiksþjálfara í efstu deildum á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Bandaríkjamenn hafa löngum staðið fremst í körfuknattleiksiðkun í heiminum og verið yfirburðarþjóð eftir að atvinnumönnum var leyft að keppa á alþjóðavettvangi. Með Michael Jordan í fararbroddi voru þeir ósigrandi í upphafi 10. áratugarins og árið 1992 voru þeir kallaðir “Dream Team” vegna þess hversu góðir þeir voru og hversu skemmtilegt var að horfa á þá á velli. Bandaríkjamenn hafa lengi viljað meina að National Basketball Association (NBA) deildin sé sú allra sterkasta en nú hin síðari ár hafa verið vangaveltur um hversu satt það er þar sem liðin í NBA eru farin að tapa fyrir liðum frá öðrum löndum. Þróunin síðustu ár hefur einnig verið þannig að aðrar þjóðir eru að taka fram úr landsliði Bandaríkjamanna. Þá er erlendum leikmönnum að fjölga í NBA deildinni og eru þeir margir hverjir með bestu leikmönnunum þar, sem dæmi má nefna Dirk Nowitzki, Manu Ginobili og Tony Parker. Á alþjóðavettvangi hafa líka þjóðir risið upp og unnið Bandaríkjamenn í landsleikjum sem dæmi má nefna að Spánverjar unnu síðasta heimsmeistaramót og var það í úrslitaleik á móti Argentínumönnum.
    Íslendingar hafa átt tvo leikmenn í NBA og þar af lék aðeins annar þeirra í deildinni. Þessir leikmenn eru Pétur Guðmundsson sem er frægur fyrir að hafa leikið með Los Angeles Lakers og Jón Arnór Stefánsson sem var valinn í lið Dallas Mavericks en hann fékk aldrei tækifæri til að spila með aðalliðinu þrátt fyrir mikla hæfileika en hann leikur nú á Ítalíu sem er ein sterkasta deild Evrópu. Þessi þróun er að mörgu hægt að þakka að menn eru farnir að mennta sig betur í þjálfun körfuknattleiks og í mörgum löndum í Evrópu er komin ákveðin menntunarstefna fyrir þjálfara. Á þessu sviði höfum við Íslendingar dregist aftur úr og ekki tekið þetta skref upp á við sem mörg lönd í Evrópu eru að taka. Ef skoðuð er þróunin í knattspyrnunni á Íslandi sést að á síðustu árum hefur atvinnumönnum héðan fjölgað mikið og sem dæmi má nefna að Eiður Smári Guðjohnsen er í einu besta félagsliði í heimi. Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) er einmitt það sérsamband hér heima sem hefur bestu menntunarstefnunina fyrir þjálfarana sína og kröfur um að þjálfarar í efstu deildum séu með gráður í knattspyrnuþjálfun. Spurning er hvort KKÍ sé á leiðinni að þróa með sér svipaða stefnu og KSÍ hefur gert hér á Íslandi?
    Í þessari ritgerð er ætlunin að taka fyrir menntun körfuknattleiksþjálfara í efstu deildum á Íslandi. Tilgáturnar eru að staða menntunar á meðal körfuknattleiksþjálfara sé lítil, einnig að það sé ekki nógu vel staðið á bak við menntun þjálfara á vegum KKÍ þar sem að þeir hafa ekki markað sér neina skýra stefnu í menntunarmálum. Einnig er ætlunin að bera menntun og laun þjálfara í efstu deildum karla og kvenna í körfuknattleik saman við sömu niðurstöður í efstu deildunum í handknattleik þar sem staðan virðist vera mjög svipuð.
    Með niðurstöðunum er svo ætlunin að finna leið til úrlausnar ef tilgáturnar reynast réttar þannig að íslenskur körfuknattleikur geti tekið sömu framförum og mörg lönd í Evrópu og er undirstaða þess að þjálfarar séu í stöðugri menntun og fræðslu um bestu þjálfunaraðferðir hverju sinni.

Samþykkt: 
  • 1.9.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/742


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greinargerð.pdf413.79 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Fylgiskjal.pdf121.8 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna