is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7433

Titill: 
  • Þróun atferlislista fyrir börn á leikskólaaldri. Mat á einkennum ADHD á vídd
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Athyglisbrestur með ofvirkni (ADHD) er heilkenni sem einkennist af einbeitingarerfiðleikum, ofvirkni og hvatvísi. Notast er við atferlislista með 64 atriði sem ætlað er að meta einkenni ADHD á vídd, það er, sjálfstjórn, athygli og virkni. Inntak spurningalistans eru jákvætt orðaðar staðhæfingar um eðlilegan þroska, en flestir listar eru neikvætt orðaðir þar sem þeir meta frávik hegðunar. Þetta veldur skekkju í dreifingu svara þar sem flestir foreldrar svara staðhæfingunum neitandi. Þátttakendur rannsóknarinnar eru 129 mæður og 94 feður barna á aldrinum þriggja til sex ára í leikskólum Reykjavíkarborgar. Úrtak mæðra og feðra er þáttagreint í sitthvoru lagi. Athugað er dreifing staðhæfinga, þáttabygging listans og próffræðilegir eiginleika hans. Gert er ráð fyrir að fá þætti sem lýsa athygli, virkni og sjálfstjórn þar sem erfiðleikar á þessum sviðum einkenna ADHD. Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru að hægt er að orða einkenni ADHD á jákvæðan hátt þannig að svör foreldra normaldreifast. Þáttabygging er nokkuð stöðug þar sem áreiðanleiki og þáttaskýring eru viðunandi fyrir listann í heild sinni. Atriðin hlaðast á fjóra þætti í úrtaki mæðra, Skipulagshæfni, Virkni/Sjálfstjórn, Athygli og Athygli/Sjálfstjórn. Þættir feðra eru Virkni/Sjálfstjórn og Skipulagshæfni/Athygli.

Samþykkt: 
  • 26.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7433


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þróun atferlislista fyrir börn á leikskólaaldri.pdf771.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna