EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Hugvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7440

Title
is

Bókaútgáfan Salka. Kvennaforlag með bringuhár

Submitted
December 2010
Abstract
is

Aðalefni þessarar skýrslu er bókaútgáfan Salka sem stofnuð var árið 2000.
Í 1. kafla er fjallað um kvennaforlög almennt, rakin þau kvennaforlög sem stofnuð hafa verið á Íslandi og rætt um þann jarðveg sem Salka spratt upp úr.
Meginefni skýrslunnar er svo bókaútgáfan Salka. Gefið er yfirlit um sögu Sölku og sú spurning skoðuð hvort upphaflegt markmið með stofnun Sölku hafi náðst, þ.e. að stofna kvennaforlag og auka hlut kvenna í íslenskri bókaútgáfu. Einnig er skoðað hvort
Salka hafi sérstöðu á íslenskum bókamarkaði og í hverju sú sérstaða felist þá. Þá eru raktar þær breytingar sem orðið hafa á forlaginu frá stofnun þess og sú þróun sem orðið
hefur. Stiklað er á stóru í útgáfusögunni, tínt til hvaða bækur hafa verið gefnar út á tilteknum árum og reynt að skoða hvernig sú útgáfa endurspeglar útgáfustefnuna (eða hvaða útgáfustefnu útgáfan endurspeglar). Einnig er skoðuð staða fyrirtækisins í dag,
hvaða breytingar hafa orðið með efnahagshruninu, hvernig forlagið hefur brugðist við því og hvaða viðhorf forsvarsmenn þess hafa til þróunar og framtíðar forlagsins. Einkum eru þessar breytingar skoðaðar út frá hugmyndinni um kvennaforlög og stöðu kvenna innan
bókaútgáfu á Íslandi.
Að lokum er greint hvort markmiðunum með stofnun Sölku hafi verið náð, þ.e. að auka hlut kvenna í íslenskri bókaútgáfu, sinna þörfum kvenkyns lesenda betur og vega upp á móti strákaklíkunni sem réð ríkjum í bransanum. Einnig er skoðað hvort mikið hefur
breyst í íslenskri bókaútgáfu á þessum tíu árum sem liðin eru og hvort einhverjar af þeim breytingum kunna að vera Sölku að þakka.
Í viðauka eru viðtöl við Hildi Hermóðsdóttur, stofnanda og eiganda Sölku, Kristínu Birgisdóttur, ritstjóra hjá Sölku um árabil, og Þóru Sigríði Ingólfsdóttur, sem stofnaði Sölku með Hildi Hermóðsdóttur. Auk þess er í viðauka stutt greinargerð um
sumarstarf mitt hjá Sölku árið 2010.

Accepted
28/01/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Bókaútgáfan_Salka.pdf457KBOpen Complete Text PDF View/Open