EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7450

Title
is

Tengsl ýfingar og minnis

Submitted
February 2011
Abstract
is

Markmið tilraunar var að skoða tengsl ýfingar (e. priming) og minnis (e. memory). Rannsóknir síðustu ára hafa leitt í ljós mikilvægi ýfingar og talið er að hún spili stærra hlutverk í sjónskynjun en áður var talið. Þegar talað er um ýfingaráhrif (e. priming effect) er vísað til hraðari úrvinnslu áreita þegar sama, svipað áreiti eða áreiti sem nýverið hefur skiptir máli, er endurtekið. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að minni hafi áhrif á sjónskynjun og hafa sumar gefið til kynna að maðurinn búi yfir frumstæðu minniskerfi sem gæti að einhverju leyti útskýrt ýfingu. Hægt væri að segja að minni sé einhverskonar hæfileiki sem við höfum til að afla, viðhalda og endurheimta upplýsingar (Baddeley, Eysenck og Anderson, 2009). Hugmyndin á bakvið þessa tilraun er sú að kennsl markáreita verði betri ef staðsetning þeirra er endurtekin. Tíu þátttakendur áttu að segja til um hvaða áreiti birtust á tölvuskjá og voru svör skráð. Áreiti tilraunar voru tvennskonar, truflari í formi tölustafs og markáreiti í formi bókstafs. Tilgáta tilraunar var sú að þegar staðsetning markáreitis væri endurtekin bæru þátttakendur oftar kennsl á áreitið en þegar hún var ekki endurtekin. Niðurstöður tilraunar voru skoðaðar með tilliti til þess hvort svörun væri betri eftir staðsetningu áreitis frá einni umferð til annarrar. Einnig var skoðað hvort svartími væri styttri ef staðsetning áreitis væri endurtekin. Helstu niðurstöður voru þær að þegar staðsetning markáreitis var endurtekin var kennsl markáreitis betri en þegar staðsetningin var ekki endurtekin. Ekki fengust marktækar niðurstöður á svartíma.

Accepted
31/01/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Tengsl ýfingar og ... .pdf354KBOpen Complete Text PDF View/Open