is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7454

Titill: 
  • Titill er á ensku Human rights obligations of states with regard to the conduct of business in conflict-affected areas through Export Credit Agencies
  • Mannréttindaskuldbindingar ríkja vegna þátttöku í viðskiptum á átakasvæðum í gegnum útlánastofnanir
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ríki gegna þeirri grundvallarskyldu að vernda íbúa gegn mannréttindabrotum, einnig þeim sem snúa að viðskiptum.
    Mörg þróuð ríki taka þátt í viðskiptafjárfestingum í öðrum ríkjum í gegnum svokallaðar útlánastofnanir, með því að útvega útflutningslán í gegnum þessar stofnanir til þess að styðja við útflytjendur á samkeppnismarkaði erlendis. Þessar útlánastofnanir eru meðal stærstu lánveitenda til fjárfestingarverkefna á átakasvæðum þar sem flest mannréttindabrot tengd viðskiptum eiga sér stað. Þessi verkefni eru jafnframt oft talin “umhverfis- og félagslega áhættusöm“.
    Á grundvelli þeirra nánu tengsla sem eru á milli viðkomandi útlánastofnunar og ríkis er álitamál hvernig meðhöndla beri verklag hennar og hver skuli gerður ábyrgur vegna misferla af hennar hálfu. Almennt eru ríki ekki krafin um að setja sér reglur um starfsemi innlendra fyrirtækja vegna viðskiptahátta þeirra erlendis en þó er ekkert sem bannar þeim það. Í raun eru sterk rök fyrir því að ríki setji reglur sem hnykki á að innlend fyrirtæki virði mannréttindi í öðrum ríkjum, sérstaklega þegar ríki er þátttakandi að einhverju leyti í fyrirtækjastarfsemi í gegnum útlánastofnun.
    Skylda ríkja til að vernda gegn öllum mannréttindabrotum, er lögð fram í starfsramma sérstaks fulltrúa aðalritara Sameinuðu Þjóðanna. Einnig er skírskotað til þeirrar skyldu í helstu mannréttindasáttmálum Sameinuðu Þjóðanna, þar sem ríki eru krafin um að taka nauðsynleg skref til að koma í veg fyrir, rannsaka og refsa fyrir mannréttindabrot, sem og að veita úrræði fyrir fórnarlömb þeirra. Ríki verða þó ekki gerð ábyrg fyrir öllum mannréttindabrotum, heldur einungis þegar brotlegar aðgerðir útlánastofnana má rekja til mistaka ríkisins við að uppfylla skyldur sínar að virða og vernda mannréttindi. Mörgum ríkjum hefur mistekist að þessu leyti og augljóst er að úrbóta er þörf varðandi starfshætti og stefnu útlánastofnana. Þessi ritgerð setur fram nokkrar hugmyndir til bóta í þessum málaflokki fyrir útlánastofnanir og heimaríki þeirra.

  • Útdráttur er á ensku

    States have the primary duty to protect against human rights abuses, including those by businesses. Many industrialized states engage in corporate activities abroad to support national exporters’ competition for overseas sales, by providing export credits through Export Credit Agencies (ECAs). ECAs are one of the largest sources of financial support for projects that are commonly referred to as “environmentally and socially risky”, in conflict-affected areas, where most of human rights violations by the corporate sector takes place. Given the close relationship between ECAs and states, the question remains how to deal with, and who should be held accountable for misconducts on behalf of ECAs. At present, states are not generally required to regulate the extraterritorial activities of businesses domiciled in their territory, although they are not prohibited from doing so. There are in fact sound policy rationales for states to ensure that such businesses respect human rights abroad, especially when the state is involved in the business venture, for instance through an ECA. The state duty to protect against all human rights abuses, is laid out in the framework of the United Nations Special Representative of the Secretary-General, and furthermore grounded in the core United Nations human rights treaties, where states are required to take necessary steps to prevent, investigate, punish and provide remedy for victims of human rights abuses. States will however not be held accountable for all human rights violations. They will only be responsible for those violating activities of ECAs that can be attributed to the state´s failure to exercise due diligence in fulfilling their duty to respect and protect human rights. Many states have been failing to fulfill their duties and it is clear that a reform is needed for the practices of ECAs. This thesis will provide some suggestions for ECAs and their home states in that regard.

Samþykkt: 
  • 31.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7454


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Erla-Stefansdottir_ML-2010.pdf886.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna