is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/752

Titill: 
  • „Fjölbreytni er kostur sem vert er að nýta“ : fjölmenningarleg kennsla í leikskólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lokaverkefni þetta er unnið til B.ed.-prófs í leikskólakennarafræðum við Kennaraháskóla Íslands. Ritgerðin fjallar um mikilvægi þess að leikskólinn komi til móts við börn af erlendum uppruna og hvaða leiðir eru til fyrir leikskólann og leikskólakennara til að koma til móts við þessi börn.
    Hér er fjallað um hvað fjölmenning er og hvað felst í fjölmenningarlegri kennslu. Gerð eru skil á sex viðtölum sem tekin voru við leikskólakennara. Með viðtölunum verður leitast við að varpa ljósi á viðhorf leikskólakennarana til fjölmenningarlegrar kennslu.
    Niðurstaða okkar er sú að mikill vilji sé fyrir hendi hjá leikskólakennurum til að mæta þörfum barna af erlendum uppruna. Leikskólar eru viljugir til að gera sitt besta en oft vantar þekkingu á fjölmenningu, skipulag og framtakssemi. Þar sem leikskólinn er fyrsta skólastig barnsins er mikilvægt að leikskólakennarar gefi börnunum gott vegnesti í áframhaldandi skólagöngu og með því er lagður góður grunnur á bjarta framtíð barnsins.

Samþykkt: 
  • 3.9.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/752


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjölbreytni er kostur sem vert er að nýta-heild.pdf449.64 kBLokaðurHeildarverkefniPDF