EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7531

Title
is

Viðbætt virði í myndlist

Submitted
February 2011
Abstract
is

Samkvæmt markaðsfræðinni er almennt viðurkennt að viðbætt virði vörumerkis auki verðmæti vörunnar. Á myndlistamarkaði má líta svo á að nafn listamannsins sé jafnframt vörumerki hans.
Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hversu mikilvægt nafn listamannsins og þekking kaupandans á listamanninum eru í verðmyndun og öðrum
þáttum sem skipta máli við sölu myndlistar.
Framkvæmd var megindleg rafræn rannsókn sem samanstóð af 18 spurningum. Hentugleikaúrtak var notað og bárust 157 svör frá starfsmönnum tveggja
íslenskra fyrirtækja, Sjóvá og Landsvirkjun.
Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að jákvæð tengsl eru á milli viðbætts
virðis og ýmissa þátta svo sem fegurðar verksins, vilja til að eignast verkið, hvað
neytandi er tilbúinn að greiða mikið fyrir verkið og hversu mikil vinna hann telur að
hafi farið í verkið.
Út frá þessum niðurstöðum má draga þá ályktun að eftirspurn sé meiri eftir
verkum þekktra listamanna og þeir því líklegri til að selja verk sín á háu verði.
Þá leiddi rannsóknin einnig í ljós að áhrif gallería á myndlistarkaup eru
gífurlega mikil þar sem þau bæði auglýsa listamanninn, eru ráðgefandi við kaup
myndlistarverka og eru næst algengasti sölustaðurinn. Út frá þessu má draga þá
ályktun að samband listamanns við gallerí sé mjög mikilvægt í markaðssetningu
myndlistar.
Þvert á það sem margir kynnu að halda sýndi rannsóknin einnig fram á að fjölmiðlaumfjöllun virðist hafa mun minni áhrif á vegsemd listamannsins en ætla mætti.

Accepted
07/02/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Júlía- Ritgerð.pdf2.87MBOpen Complete Text PDF View/Open