is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/753

Titill: 
  • Leikræn tjáning í leikskólum : rannsókn á hugmyndum starfsfólks leikskóla um notkun leiklistar í kennslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fyrri hluti ritgerðarinnar er heimildakafli þar sem byrjað er á því að fjalla um nokkra fræðimenn sem hafa einbeitt sér að vitsmunaþroska barna og hvernig þau læra best. Síðan verður fjallað um nokkra frumkvöðla er notað hafa leiklist með börnum og hvað þeir hafa lagt áherslu á í kenningum sínum. Í lok fyrri hluta verður rætt um leik barna og hvað talið er að börn geti lært í gegnum leik og leikræna tjáningu.
    Í síðari hluta verkefnisins verður fjallað um niðurstöður rannsóknar á viðhorfi menntaðra leikskólakennara og ófaglærðs starfsfólks á notkunar leiklistar í kennslu leikskólabarna. Tekin voru viðtöl við tíu leikskólakennara og tíu ófaglærða starfsmenn á tíu leikskólum víðs vegar á landinu og kannað hvort að leiklist væri notuð á leikskólunum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að það var lítið um markvissa leiklistarkennslu eða aðeins tveir af tíu leikskólum sem rannsakaðir voru. Flest allir starfsmenn leikskólanna höfðu áhuga á meiri leiklistarkennslu á leikskólanum, fyrir utan tvo starfsmenn sem höfðu lítinn áhuga á leiklist. Ekki virtist vera mikill munur á viðhorfum þeirra sem eru menntaðir og ómenntaðir fyrir utan það að þeir sem eru menntaðir virtust vera tilbúnari til þess að sjá sjálfir um leiklistarstarf með börnunum ef þeir fengju einhverja leiðsögn, en þeir sem eru ómenntaðir virtust vera óöruggari að reyna sig í leiklistarstarfi með börnunum.

Samþykkt: 
  • 3.9.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/753


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
leikræn tjáning í leikskólum_heild.pdf281.69 kBLokaðurheildarverkefniPDF