is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7545

Titill: 
  • Sjálfsöryggi mæðra við brjóstagjöf og umönnun fyrirbura. Fræðileg samantekt
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Brjóstagjöf fyrirbura er ekki eins algeng og hjá fullburða börnum.Tilgangur þessarar fræðilegu úttektar var að skoða þá þætti sem hafa áhrif á brjóstagjöf og umönnun fyrirbura og þá sérstaklega áhrif sjálfsöryggis. Auk þess var leitast við að skoða hvernig brjóstagjöf fyrirbura er háttað og hvað hjúkrunarfræðingar og ljósmæður geta gert til að efla sjálfsöryggi mæðra við brjóstagjöf og umönnun fyrirbura.
    Helstu áhrifaþættir brjóstagjafar og umönnunar fyrirbura eru heilsufar og þroski auk þess sem sjálfsöryggi mæðra við þessi tilteknu verkefni hefur mikil áhrif. Eftir fyrirburafæðingu eru foreldrar gjarnan í lífeðlisfræðilegu og tilfinningalegu ójafnvægi og hafa mikla þörf fyrir stuðning og umhyggju. Á sama tíma er mikilvægt að hefja örvun mjólkurmyndunnar eða innan 6-12 tíma frá fæðingu þannig að fyrirburarnir geti nærst sem mest á brjóstamjólk. Fyrir utan mikilvægi brjóstamjólkurinnar fyrir ónæmiskerfi fyrirburanna og vöxt og þroska þeirra þá benda niðurstöður rannsókna á að það styrki sjálfsöryggi mæðranna ef börn þeirra geta nærst á brjóstamjólk. Vinna þarf með fjölskyldunni úr erfiðri reynslu; veita virka hlustun og leggja áherslu á styrkjandi þættia auk þess að leiðrétta misskilning. Þannig eflist sjálfsöryggi móðurinnar til að takast á við brjóstagjöfina og umönnun barnsins.
    Lykilorð: Brjóstagjöf, fyrirburi, sjálfsöryggi, fyrirburafæðing, reynsla, foreldra-hlutverkið.

Samþykkt: 
  • 8.2.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7545


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs ritgerd VME.pdf367.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna