is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7552

Titill: 
  • Athugun á próffræðilegum eiginleikum íslenskrar útgáfu 5-15 listans
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að athuga þáttauppbyggingu og aðra próffræðilega eiginleika íslenskrar útgáfu 5-15 listans. Niðurstöður voru bornar saman við erlendar rannsóknir. Listinn er foreldramatskvarði sem notaður er til að skima fyrir taugasálfræðilegum veikleikum hjá börnum með ADHD og fylgiraskanir. Listinn gefur gott yfirlit yfir ýmis frávik í taugaþroska sem oft fylgja röskuninni. Þátttakendur voru foreldrar 40 barna á aldrinum 5-15 ára, þar af 10 stúlkur og 30 drengir. Meðalaldur var 8,95 ár. Úrtakið samanstóð af foreldrum barna sem vísað var til sérfræðiþjónustu Þjónustumiðstöðvar Breiðholts og foreldrum barna með ADHD sem sátu fyrirlestur hjá ADHD- samtökunum. Niðurstöður þáttagreiningar á undirþáttum listans gaf fjögurra þátta lausn. Niðurstöðurnar voru ekki í samræmi við fyrri rannsókn á þáttauppbyggingu undirþátta listans. Þáttalausnin í erlendu rannsókninni gaf tvo þætti. Íslensku þáttunum voru gefin heitin hegðunarstjórn, félagsleg- og tilfinningaleg staða, hreyfifærni og náms- og málfærni. Innri áreiðanleiki íslenskrar útgáfu listans var heldur lakari í flestum undirþáttum samanborið við áreiðanleika undirþátta í fyrri rannsóknum, þó var ekki um verulegan mun að ræða. Próffræðilegir eiginleikar voru í flestum tilvikum sambærilegir erlendu rannsóknunum. Niðurstöður gefa vísbendingar um að hægt sé að nota listann í klínískri vinnu en nauðsynlegt er að afla upplýsinga um réttmæti listans áður en sú niðurstaða liggur fyrir.

Samþykkt: 
  • 14.2.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7552


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LHI lokaútgáfa.pdf992.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna