is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/757

Titill: 
  • Einingakubbar : ekki „bara“ kubbar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á það hvaða vitneskju kennari með enga eða litla þekkingu á einingakubbum þarf að hafa til að geta unnið markvisst með börnum á því sviði. Upp úr ritgerðinni vann ég handhægan upplýsingabækling fyrir kennara til að vekja áhuga á einingakubbum og jafnvel ýta undir markvisst starf með kubbana í þeim leikskólum þar sem þeir eru til en ekki mikið notaðir. Einnig vona ég að bæklingurinn nýtist foreldrum til að kynnast því hvað einingakubbar hafa upp á að bjóða.
    Caroline Pratt hannaði einingakubba með það í huga að búa til sveigjanlegt og aðhæfanlegt leikefni sem börn gætu notað án stýringar. Stigskipt þróun á sér stað í kubbaleik líkt og í teikningum barna og koma einingakubbar inn á ýmsa náms- og þroskaþætti eins og: líkamsþroska, félags- og tilfinningaþroska, málþroska, samfélagsfræði, stærðfræði, vísindi og listir. Kennarinn er lykilatriði þegar kemur að markvissu starfi með einingakubba og fer það eftir áhuga hans og skilningi á efniviðnum hvernig til tekst. Hann á að efla sjálfstæð vinnubrögð barnanna, vera þeim innan handar og leiða áfram með opnum spurningum. Hlutverk kennarans felst einnig í því að huga að rými fyrir kubbaleik, fjölda og úrvali kubba fyrir hvern aldurshóp, bjóða upp á viðbótarefnivið þegar við á og úthluta börnunum tíma á kubbasvæðinu. Í frágangi er einnig hægt að koma inn á ýmsa náms- og þroskaþætti og þar spilar kennarinn einnig stórt hlutverk.

Samþykkt: 
  • 3.9.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/757


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Einingakubbar.pdf9.68 MBOpinnHeildarverkefniPDFSkoða/Opna
Baeklingur_ggr.pdf6.46 MBOpinnBæklingurPDFSkoða/Opna