EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisBifröst University>Félagsvísindadeild>Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA)>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7580

Title
is

Samanburður á aðdraganda og orsökum "Tequilakrísunnar" í Mexíkó árið 1994 og efnahagshruninu á Íslandi árið 2008

Submitted
December 2010
Abstract
is

Einkenni þeirra kreppa sem komið hafa upp í heiminum á tveimur síðustu áratugum, eru á margan hátt ólík einkennum þeirra kreppa sem áttu sér stað áður. Með opnun markaða og auknu fjármagnsflæði hafa kreppur tveggja síðustu áratuga þannig oft einkennst af gríðarlegu fjármagnsflæði til staða þar sem vextir eru háir og vaxtahorfur góðar. Við slíkar aðstæður hækkar gjarnan gengi gjaldmiðilsins í viðkomandi löndum og leiðir þannig oft til neikvæðrar þróunar á viðskiptajöfnuði. Með auknum viðskiptahalla og erlendri skuldasöfnun verða hinsvegar viðkomandi markaðir viðkvæmir fyrir breyttum aðstæðum sem leiða til þess að fjármagnið leitar útúr hagkerfinu. Þrátt fyrir að spákaupmennska byggi ekki alltaf á skynsemisákvörðunum og að spákaupmenn falli stundum í þá gryfju að tileinka sér hjarðhegðun, þá er hegðun þeirra þó oft byggð á upplýsingum um tiltekna markaði. Þær
aðstæður sem viðskiptahalli og erlend skuldasöfnun orsaka og gera markaði viðkvæma fyrir breytingum, eru dæmi um slíkar upplýsingar. Því eru hagkerfin ekki einungis viðkvæmari fyrir breytingum, heldur einnig líklegri til að verða fyrir þeim ef fjárfestar og spákaupmenn komast á snoðir um vaxandi ójafnvægi á markaði.
Þær kreppur sem riðið hafa yfir í heiminum á síðustu tveimur áratugum, hafa í auknum mæli verið svokallaðar tvíburakreppur sem samanstanda af banka og gjaldeyriskreppum á sama verið svokallaðar tvíburakreppur sem samanstanda af banka og gjaldeyriskreppum á sama tíma. Þetta samspil gjaldeyris og bankakreppu leiðir yfirleitt til dýpri kreppu og lengri
erfiðleikatímabila. „Tequilakreppan“ í Mexíkó árið 1994 og efnahagshrunið á Íslandi árið 2008 eru dæmi um slíkar kreppur og höfðu þær í báðum tilfellum mjög neikvæðar afleiðingar
í för með sér.

Accepted
17/02/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Tequila vs Hrunið.pdf1.03MBOpen Complete Text PDF View/Open