is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7599

Titill: 
  • Gæðagreining kirkjugarða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Spurningunni sem reynt er að svara í ritgerð þessari er hver eru gæði, aðbúnaðar og umhverfis í kirkjugörðum á Snæfellsnesi. Til þess að komast að því var búinn til gátlisti og hann notaður til að meta aðstæður á staðnum. Í ritgerðinni er fyrst sögð saga greftrunar á Íslandi í stuttu máli til að gefa lesandanum innsýn í umhverfi kirkjugarða. Síðan er fjallað um gerð gátlistans
    sem var settur saman til þess að takast á við meigin verkefnið.
    Sagt hvaða kirkjugarðar voru metnir (útfylltir gátlistar sjá viðauka). Gert er stutt söguágrip um hvern kirkjugarð og feingin niðurstaða úr gátlista. Niðurstöður úr gátlista eru síðan notaðar til þess að segja til um hvað mætti betur fara. Niðurstöður verkefnisins eru tvíþættar annarsvegar mat á 14 kirkjugörðum
    á Snæfellsnesi og hinsvegar hvernig tæki gátlistinn reyndist. Bein niðurstaða af úttektinni er að kirkjugarðar í fámennari sóknum eru iðulega verr búnir en kirkjugarðar sem þjóna fjölmennari byggðum. Samanburður við kirkjugarða í öðrum landshlutum er erfiður vegna þess að sambærilegar kannanir hafa ekki verið gerðar. Síðari þáttur niðurstaðna er að gátlisti af því tagi sem búin var til fyrir gerð þessarar ritgerðar sannaði gildi sitt. Í lokin er minnst á verkefni sem áhugavert er að ráðast í í framhaldi þessa verkefnis.

Samþykkt: 
  • 23.2.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7599


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gæðagreining Kirkjugarða-B.S..pdf103.3 MBOpinnPDFSkoða/Opna