EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisBifröst University>Viðskiptadeild>Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS)>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7601

Titles
  • is

    Laxveiði- og sögusafnið Ferjukoti : viðskiptaáætlun

  • Salmon and History Museum Ferjukoti : Business Plan

Submitted
December 2010
Abstract
is

Skýrslan er viðskiptaáætlun sem ætlað er að svara rannsóknarspurningunni „Er hagkvæmt að ráðast í fjárfestingu við breytingar á Laxveiði- og sögusafninu Ferjukoti“
Núverandi starfsemi og fyrirhugaðar breytingar eru skoðaðar. Innra- og ytraumhverfi er greint, styrkleikar, veikleikar, tækifæri og ógnanir í rekstrinum er skoðað með hjálp SWOT
greiningar og fimm krafta mótel Porters er notað til greiningar á eðli og uppbyggingu starfsgreinarinnar. Markaðskönnun er lögð fyrir gegnum tölvupósta og á Facebook til að fá svör við hegðun Íslendinga þegar kemur að afþreyingu á ferðalögum. Tilvonandi
viðskiptavininum er skipt uppí hópa og tilögur að markaðssetningu fyrir hvern hóp og heildina eru lagðar fram. Kostnaður við breytingarnar og reksturinn fyrstu árin er reiknaður, væntar tekjur útfrá áætluðum gestafjölda eru settar upp útfrá raunsærri spá, svartsýnisspá og bjartsýnisspá til samanburðar. Framkvæmdaáætlun þar sem allir meiriháttar verkþættir eru
tímasettir er lögð fram ásamt fyrirhugaðri fjármögnun. Fyrstu fimm ár starfseminnar eru sett upp í rekstrarreikning, efnahagsreikning og sjóðstreymi. Að lokum eru niðurstöður kynntar, þar kemur fram að góður grundvöllur sé fyrir rekstrinum
ef áætlanir um aðsóknartölur ganga eftir, tap verði af starfseminni fyrstu árin en jafnvægi náist ef áætlanir um aðsóknartölur ganga eftir, tap verði af starfseminni fyrstu árin en jafnvægi náist í rekstrinum á fjórða ári og tap fyrstu áranna verði upp borgað á sjöunda ári. Hafa verði þó í huga við ákvarðanatöku að ekkert er öruggt þegar kemur að fjölda gesta og skiptingu þeirra við kaup á þjónustu, aðeins er um áætlanir að ræða. Annað sem vert er að hafa í huga við ákvarðanatöku er fjármögnun fyrirtækisins, ef illa fer er meira en bara rekstur fyrirtækisins undir.

Accepted
24/02/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Samsett.pdf2.6MBOpen Complete Text PDF View/Open