is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7653

Titill: 
  • Eykur P-PALS þjálfun hljóðkerfisvitund og stafaþekkingu hjá leikskólabörnum?: rannsókn á þjálfun P-PALS á leikskólabörnum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi rannsóknarritgerð er lokaverkefni til B.Ed. prófs í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands. Í ritgerðinni er leitast við að svara rannsóknarspurningunni: Eykur P-PALS hljóðkerfisvitund og stafaþekkingu hjá leikskólabörnum? Tilgáta okkar er sú að með því að leggja fyrir börn verkefnið P-PALS, muni það auka bæði hljóðkerfisvitund og stafaþekkingu þeirra.
    P-PALS er kennsluefni sem þjálfar hljóðkerfisvitund barna frá 4 ára aldri en rannsóknir hafa sýnt fram á að börnum gengur betur að læra að lesa þegar í skólann er komið hafi þau fengið þjálfun í hljóðkerfisvitund á leikskólaaldri. Í fyrri hluta ritgerðarinnar er fjallað um byrjendalæsi og þróun læsis, hljóðkerfisvitund og tengsl hennar við lestur. Einnig er PALS verkefninu lýst og markmið með því sett fram. Í seinni hlutanum er fjallað um niðurstöður rannsóknar á áhrifum P-PALS þjálfunar á hljóð- og stafaþekkingu leikskólabarna. Rannsóknin er megindleg og þátttakendur 36 leikskólabörn af tveimur leikskólum á höfuðborgarsvæðinu, öll fædd árið 2006. Börnin á öðrum leikskólanum skipuðu tilraunahóp rannsóknarinnar og fengu 7 vikna P-PALS þjálfun. Börnin á hinum leikskólanum skipuðu samanburðarhópinn og fengu ekki slíka þjálfun. Til þess að meta áhrif kennslunnar var stafaþekking og hljóðkerfisvitund metin hjá báðum hópum áður en kennslutímabilið hófst og eftir að því lauk.
    Megin spurningin var sú hvort börnin í tilraunahópnum myndu standa sig betur á þessum tveimur þáttum í kjölfar kennslunnar en börnin í samanburðarhópnum, að teknu tilliti til hvernig þau stóðu sig fyrir þjálfun. Í niðurstöðum kom fram marktækur munur á hljóðkerfisvitund hópanna eftir inngrip, einkum á þeim þáttum hennar sem kennsluefnið vinnur með. Það sama gilti um stafaþekkingu barnanna. Þau börn sem tóku þátt í P-PALS þjálfuninni þekktu fleiri stafi í kjölfar inngripanna en jafnaldrar þeirra í samanburðarhópnum. Því er hægt að draga þá ályktun að P-PALS auki hljóðkerfisvitund og stafaþekkingu hjá leikskólabörnum.

Samþykkt: 
  • 3.3.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7653


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
P-PALS.pdf2.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna