is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7655

Titill: 
  • Hvernig endurspeglast sú sýn á barnið sem birtist í Reggio Emilia-stefnunni í umhverfi og námskrám fjögurra leikskóla á Íslandi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ágrip
    Reggio Emilia-stefnan hefur vakið athygli og aðdáun margra sem starfa við uppeldi og menntun barna. Skipulag umhverfis og sú sýn á barnið sem birtist í stefnunni er grundvallarþáttur hennar. Áhugavert er því að skoða hvernig íslenskir leikskólar, sem tekið hafa mið af Reggio Emilia-stefnunni í starfi sínu, hafa gert ráðstafanir í umhverfi sínu og námskrám til samræmis við þá stefnu. Leyfis til að huga að þessu var aflað hjá fjórum leikskólastjórum á höfuðborgarsvæðinu. Annars vegar var um að ræða tvo skóla sem hafa tekið mið af Reggio Emilia-stefnunni frá upphafi starfsemi sinnar, þ.e. frá 1993 og 1994, og hins vegar tvo leikskóla sem árið 2007 tóku ákvörðun um að kynna sér stefnuna og eru að fikra sig eftir þeirri braut í starfi sínu. Kannað var umhverfi skólanna og efniviður og aðgengi barnanna að honum og ljósmyndir teknar. Einnig var hugað að námskrám skólanna og hvort þar endurspeglist sú sýn á barnið sem birtist í Reggio Emilia-stefnunni. Loks var lítillega kannað, hvernig sjónarmiða stefnunnar gætti í reglurammanum um starfsemi leikskóla hér á landi, þ.m.t. aðalnámskrá. Í ljós kom að tveir leikskólar sem starfað hafa frá upphafi eftir Reggio Emilia-stefnunni hafa náð að skapa sér eigin menningu á grundvelli stefnunnar. Þessir leikskólar eru þó að mörgu leyti mjög ólíkir, bæði hvað varðar umhverfi og einnig hvernig þeir kynna stefnu sína í námskrám sínum. Sumt er þó keimlíkt. Í námskrám hinna leikskólanna tveggja kemur lítið fram um að þeir taki mið af Reggio Emilia-stefnunni í starfi sínu. Þó áréttar annar þeirra á heimasíðu sinni að ný námskrá sé í smíðum. Umhverfi og aðgengi að efniviði í anda stefnunnar hjá þessum leikskólum er enn í mótun. Það sem allir fjórir leikskólarnir eiga þó sameiginlegt er að efniviður þeirra er opinn og aðgengi barnanna er oftast frjálst, þó að því sé stýrt að einhverju leyti og þá aðallega þegar yngstu börnin eiga í hlut. Niðurstöður ritsmíðar þessarar eru í stuttu máli þær, að stjórnendur einstakra leikskóla hér á landi hafa öll skilyrði til þess að láta skólastarfið fara fram í anda Reggio Emilia-stefnunnar, kjósi þeir svo. Hvorki aðalnámskrá eða önnur opinber fyrirmæli koma í veg fyrir það. Starfsfólki þeirra leikskóla, sem hafa í yfir 15 ár tekið mið af stefnunni, virðist og hafa tekist prýðilega til. Á hinn bóginn er ljóst að það tekur tíma og kostar fyrirhöfn fyrir starfsfólk leikskóla að láta sýn Reggio Emilia-stefnunnar á barnið endurspeglast í umhverfi skólanna.

Samþykkt: 
  • 3.3.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7655


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd_BryndisKristinsdottir.pdf535.03 kBLokaðurHeildartextiPDF