is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7667

Titill: 
  • Stærðfræði fyrir alla : stærðfræðinám 1-3 ára leikskólabarna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar B.Ed ritgerðar er að skoða stærðfræðinám 1-3 ára barna og er sjónum einkum beint að þróun rúmfræðiskilnings. Fjallað er fræðilega um stærðfræði og þá sérstaklega um rúmfræði og greint frá hugmyndum fræðimanna um stærðfræðinám barna á þessum aldri. Lítið hefur verið skrifað um efnið á íslensku og er því að mestu stuðst við erlendar heimildir. Gefin eru dæmi um hvernig hægt er að vinna rúmfræði og stærðfræði með þessum aldurshóp og til að styðja það eru tekin nokkur dæmi af syni höfundar sem er á öðru aldursári og frændsystkinum hans sem eru þriggja ára. Þessi dæmi eru öll tengd fræðilegri umfjöllun og fjalla um tilraunir og athuganir á börnunum, tengdar stærðfræðinámi með hinum ýmsa efnivið, bæði sem var til, útbúinn og fengin að láni. Greint er frá hvernig börnin fengust við stærðfræðinám með ólíkum efnivið.
    Þegar hugsað er út í rúmfræðinám yngri barna þarf að huga að þremur þáttum rúmfræðinnar: staðsetningu, að byggja og að búa til myndir og form. Börn alast upp í þrívíðum heimi og kynnast því bara tvívíða hluta hans í gegnum myndir og bækur. Þau byrja strax við fæðingu að sýna mikla færni í að glíma við hin ýmsu stærðfræðitengdu verkefni. Með markvissri notkun á stærðfræðihugtökum má efla stærðfræðinám yngri barna á leikskólum. Fræðimenn á borð við Piaget og Vygotsky telja að allir læri með því að mæta nýjum áskorunum, vinna úr þeim og samlaga þær fyrri þekkingu. Höfundur kynntist syni sínum á allt annan máta en vera mætti ef hann hefði ekki verið að vinna að þessari ritgerð og ýta að honum nýjum og framandi leikföngum tengdum rúmfræðinni.

Samþykkt: 
  • 4.3.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7667


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Inngangur-heimildarskrá.pdf156.98 kBOpinnInngangur, lokaorð, heimildarskráPDFSkoða/Opna
meginmál.pdf1.65 MBLokaðurMeginmálPDF