EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisReykjavík University>Tækni- og verkfræðideild>BSc verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7704

Title
is

Hitaprófíll í fiskeldiskívum

Submitted
December 2010
Abstract
is

Fiskræktun hefur aukist víða um heim á síðustu árum. Samkvæmt FAO (food and agriculture Organiztion) hefur verið stöðugur vöxtur í fiskrækt frá árinu 1970, þar sem 3,9 % af heildarframleiðslu fisks í heiminum var fiskræktun. Árið 2000 var fiskræktun orðin 27% af heildarframleiðslu fisks í heiminum. Laxeldi er stór hluti af fiskræktun og í Noregi á seinasta ári var framleidd rúmlega ein milljón tonn af eldislaxi og var útflutningsverðmæti framleiðslunnar um 500 milljarðar. Framleiðslu laxeldis er hægt að skipta upp í þrjú stig, hrognaframleiðslu, seiðaeldi í ferskvatni og svo matfiskeldi í sjókvíum.
Kvíar fyrir laxaeldi í sjó eru miklar um sig eða um 160 metrar í þvermál og allt að 50 metrar að dýpt og er hitamunur frá yfirborði sjávar og til botns mjög breytilegur. Hitastig hefur mikil áhrif á vöxt fiskanna og er því nauðsynlegt að fylgjast vel með hitastigi í sjókvíum. Í þessu verkefni var hannað hitamælakerfi til að fylgjast með hitastigi sjávar frá yfirborði og niður á botn. Við hönnun nemans var haft til hliðsjónar að mælirinn þyrfti að vera með nákvæmni upp á 0,1°C. Til að ná þessu fram var farið í mikla leit að hitamótstöðu sem byði upp á mikla nákvæmni. Á endanum var PR222j2 hitamótstaðan frá U.S Sensors fyrir valinu með nákvæmni upp á 0,05 °C. Svo að hægt sé að lesa gögn frá mælunum þarf að notast við raðsamskipti og voru skoðaðir nokkrir mismunandi staðlar svo sem I2C, SPI og RS-232 en að lokum var það I2C staðallinn sem varð fyrir valinu vegna eiginleika hans til að notast aðeins við tvo víra til samskipta. Finna þurfti PIC örstýringu sem var með I2C raðsamskipta staðlinum og einnig með 12 bita hliðrænan til stafræna breytu fyrir valinu var dsPIC30f.
Til að stjórna raðsamskiptum þurfti að finna örtölvu sem gat leyst þau verkefni sem fyrir hendi voru. Ákveðið var að notast við örtölvu sem heitir Arduino, sem er þeim kosti gædd að geta geymt upplýsingar sem og sent og náð í gögn frá mælunum og eining sent gögn í PC tölvu sem notuð yrði til að birta mæliniðurstöðurnar á skjá.

Comments
is

Rafmagnstæknifræði

Accepted
14/03/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Lokaverkefni.loka.1.4.pdf3.71MBOpen Complete Text PDF View/Open