is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/778

Titill: 
  • Nám og leikur barna í einingakubbum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Efniviður til leiks og náms í leikskólum er fjölbreyttur og býður upp á marga möguleika. Einingakubbarnir sem Caroline Pratt bandarískur barnakennari hannaði um aldamótin 1900, hefur verið vinsæll efniviður barna því hann er talinn efla þroska og nám þeirra á fyrstu árunum. Þessi spennandi efniviður er kominn inná marga leikskóla en hvaða hlutverki gegnir hann þar? Við ákváðum að kanna hvort að nám færi fram í leik barna og hvernig einingakubbar gætu stuðlað að námi. Rannsóknarspurning okkar er því „Hvernig stuðla einingakubbarnir að námi barna?”.
    Til þess að fá svör við rannsóknarspurningu okkar framkvæmdum við athuganir í tveimur leikskólum höfuðborgarsvæðis. Ásamt því að fá svör við rannsóknaspurningu okkar vildum við sjá hvort leikskólarnir ynnu á svipaðan hátt með einingakubbana. Við leituðum einnig eftir hvort þekking starfsmanna á efniviðinum hefði áhrif á leik barnanna. Rannsóknaaðferðin sem við notuðumst við var eigindleg sem saman stóð af viðtölum og áhorfsathugunum. Við tókum viðtöl við 3 leikskólakennara og bárum saman við það sem við sáum á vettvangi. Í leikskólunum fengum við að fylgjast með þremur hópum barna. Fyrsti hópurinn skiptist niður í 3 stelpur og 3 stráka sem voru á aldrinum 4,7-5,9 ára. Annar hópurinn skiptist niður í 3 stelpur og 2 stráka sem voru á aldrinum 5,2 – 6,0 ára. Síðasti hópurinn sem við fylgdumst með var á aldrinum 3,4-3,10 ára og voru þetta 3 stelpur og 2 strákar.
    Helstu niðurstöðurnar í athugun okkar voru þær að við sáum hvernig nám getur hugsanlega átt sér stað í einingakubbunum. Við komumst einnig að þeirri niðurstöðu að sá þáttur sem skipti hvað mestu máli varðandi hvernig starfsfólk nýtir einingakubbana til náms og leiks með börnunum er þekking þess á efniviðnum en ekki menntun. Eitt af því sem var mjög áberandi í athugun okkar var vanþekking og hræðsla starfsmanna við einingakubbanna. Við teljum að þessi vanþekking og hræðsla starfsmanna geti haft áhrif á leik barnanna ef til lengri tíma er litið. Að lokum vorum við sammála um mikilvægi einingakubba og byggingaleikja til leiks og náms leikskólabarna.

    Elín Björk Einarsdóttir
    Hólmfríður Júlíana Pétursdóttir

Samþykkt: 
  • 4.9.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/778


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Nám og leikur barna í einingakubbum-.pdf1.71 MBOpinnHeildarverkPDFSkoða/Opna