is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Ráðstefnurit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7809

Titill: 
  • Náttúruvísindi fyrir alla í skóla fyrir alla : greining skólastefnu við aldahvörf
Útgáfa: 
  • Desember 2010
Útdráttur: 
  • Einstaklingshyggju og frjálshyggju óx víða fiskur um hrygg við lok síðustu aldar. Þessi þróun hafði m.a. áhrif á skólamál og má segja að hún hafi blandast umræðunni um skóla fyrir alla og lýðræðisvitund í menntun með athyglisverðum hætti. Árið 1999 var gefin út hérlendis ný aðalnámskrá grunnskóla sem var í gildi til ársins 2010. Þar birtist mun ítarlegri og sundurgreindari markmiðssetning en áður þekktist og mátti greina auknar kröfur um mælanlegan námsárangur. Jafnframt komu fram áform um að laga nám og kennslu að margbreytilegum nemendahópi og ólíkum þörfum. Ítarleg vinna lá að baki hinni nýju námskrá þar sem bæði pólískt kjörnir fulltrúar og sérfræðingar í uppeldi og menntun tóku þátt í stefnumótun. Þessi grein fjallar um greiningu á orðræðu tveggja stefnurita, sem voru kynnt sem grundvöllur hinnar nýju námskrár. Ritin voru greind með tilliti til náms og kennslu í náttúruvísindum fyrir alla og hugmyndarinnar um skóla fyrir alla. Þótt þar megi greina viðleitni til þess að laga námið að ólíkum þörfum, bakgrunni og aðstæðum nemenda í skóla fyrir alla, er það meginniðurstaða greiningarinnar að þar vegi stöðlun náms og samræmd viðmið um mælanlega kunnáttu og þekkingu í hefðbundnum námsgreinum þyngra en fjölbreytileg námstækifæri og frumleiki.

  • Útdráttur er á ensku

    By the end of the twentieth century individualism and marketisation had advanced immensely all over the world. In education such ideas amalgamated in a remarkable manner with ideas such as inclusive education, differentiation and democratic awareness. In Iceland a new national curriculum was issued in 1999 which was in force until 2010. It contained to a large extent academic objectives in traditional subjects that were more measurable and precise than the goals and objectives in preceding curricula. But the 1999 curriculum also embraced ideas of inclusive education and thus intendments of adjusting learning and teaching to the needs of all students. This article addresses an analysis of two policy papers that were presented as basis for the new curriculum. The two policy papers were analysed with respect to science education for all and the idea of inclusive education. Despite promising efforts to meet the needs of a diverse student population and offering ″science for all″ the findings indicate a stronger emphasis on standardisation according to academic goals than multiform learning opportunities and originality.

Athugasemdir: 
  • Ráðstefnurit Netlu
Samþykkt: 
  • 31.3.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7809


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
019.pdf242.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna