is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/784

Titill: 
  • Réttur strandríkja til landgrunns samkvæmt þjóðarétti
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hafréttur er sérsvið þjóðaréttar og falla landgrunnsréttindi strandríkja undir það svið.
    Þessi ritgerð mun fjalla um þau og réttarstöðu landgrunns samkvæmt þjóðarétti.
    Landgrunnsréttindi strandríkja eiga sér í raun ekki ýkja langa sögu en þó afar
    athyglisverða því þau voru þónokkuð óljós framan af. Þau voru fyrst skjalfest með
    Genfarsamningnum um landgrunn en voru þar afar óskýr og takmarkalítil og það var
    ekki fyrr en með samþykkt Hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna árið 1982 að þau
    voru skýrð og takmarkanir settar. Njóta nú strandríki víðtækra réttinda á landgrunni
    sínu, hvort sem er innan 200 sjómílna eða þar fyrir utan. Æ fleiri strandríki gera nú
    tilkall til aukinna landgrunnsréttinda utan 200 sjómílna. Til að bregðast við þessu var
    sett ákvæði í Hafréttarsamninginn, 76. grein hans, sem eingöngu er um landgrunn,
    skilgreiningu þess og reglur um mælingar ytri markanna. Landgrunnsréttindunum
    fylgja, auk ýmissa kosta, ábyrgð og strandríkin þurfa að sinna ákveðnum skyldum.
    Stofnuð var sérstök Landgrunnsnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna (LOSC) til að
    hafa yfirumsjón með þeim strandríkjum er gera tilkall til ytra landgrunns og taka við
    greinagerðum þeirra þar sem þau rökstyðja kröfur sínar. Í ritgerð þessari er athyglinni
    sérstaklega beint að Íslandi og því ytra landgrunni er það gerir tilkall til. Þau
    landgrunnssvæði eru þrjú talsins og liggja annars vegar suður af landinu, þ.e. á
    Reykjaneshryggnum og á Hatton-Rockall svæðinu, og hins vegar austur af landinu,
    þ.e. í Síldarsmugunni. Ísland er eitt ríkja er gerir tilkall til landgrunnsréttinda á
    Reykjaneshryggnum en fleiri ríki gera tilkall til hinna svæðanna tveggja og þarf því að
    nást samkomulag svo hægt sé að senda inn greinagerð til Landgrunnsnefndarinnar.
    Því verður í lokin velt upp hvort kröfur Íslands geti talist raunsæar eður eigi.

Samþykkt: 
  • 1.1.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/784


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA bokas..pdf845.65 kBOpinnRéttur - heildPDFSkoða/Opna