EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7876

Title
is

Kæruheimildir í stjórnsýslu. Úrskurðarnefndir

Submitted
April 2011
Abstract
is

Efni þessarar ritgerðar er kæruheimildir í stjórnsýslunni og verður sérstaklega fjallað
um úrskurðarnefndir og kæruheimild til þeirra.
Úrskurðarnefndir eru stór hluti af íslenskri stjórnsýslu í dag og gegna veigamiklu hlutverki er kemur að töku stjórnvaldsákvarðana. Fjöldi fólks leitar til úrskurðarnefnda á ári hverju til að fá leyst úr málum sínum. Þegar skoðaðar eru kæruheimildir íslenskrar stjórnsýslu verður vart hjá því komist að taka eftir því að margar ákvarðanir stjórnvalda skulu lögum skv. kærðar til úrskurðarnefnda í stað ráðuneyta. Það er því tilvalið að skoða starfsemi úrskurðarnefnda í ritgerð sem fjalla á um kæruheimildir í stjórnsýslunni þar sem um er að ræða veigamikið úrræði á því sviði þ.e. ákvarðanatöku úrskurðarnefnda.
Úrskurðarnefndum hefur fjölgað ört á síðustu árum og ekki eru allir sammála um hvort um sé að ræða jákvæða eða neikvæða þróun innan stjórnsýslunnar þ.e. að taka úrskurðarvaldið frá ráðherrum og færa það yfir til nefnda. Með fjölgun nefndanna færist kæruheimild borgaranna frá ráðherra til úrskurðarnefnda og hafa þær því endanlegt úrskurðarvald. Um þetta verður fjallað nánar hér á eftir.
Fyrst verður fjallað almennt um kæruheimildir innan stjórnsýslunnar eins og efni ritgerðarinnar gefur tilefni til þ.á.m. um stjórnsýslukæru og hina almennu kæruheimild stjórnsýslulaga nr. 37/1993 (hér eftir stjórnsýslulög).
Í aðalkafla ritgerðarinnar, sem ber heitið úrskurðarnefndir í stjórnsýslu, verður svo umfjöllun um úrskurðarnefndirnar sjálfar. Þar verður almennt rakið hvernig þær starfa, hvernig þeim er komið á fót, fjallað um kæruheimild til nefndanna, stöðu þeirra gagnvart ráðherra og síðast en ekki síst þróun þeirra síðastliðin ár. Velt verður upp ýmsum rökum sem fram hafa komið varðandi það hvort kæruheimild borgara sé betur borgið þegar ráðherra fer með endanlegt úrskurðarvald eða þegar valdið er í höndum úrskurðarnefndar.
Reifaðir verða dómar og álit umboðsmanns Alþingis og einnig verða tekin dæmi úr stjórnsýslunni til að sýna fram á starfsemi úrskurðarnefnda í framkvæmd.
Í lok ritgerðarinnar verður efni hennar tekið saman stuttlega og fjallað um það helsta sem fram hefur komið í köflunum að framan.

Accepted
13/04/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
BA - forsíða.pdf31.4KBLocked Front Page PDF  
rigerða.pdf329KBLocked Text Body PDF