is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7885

Titill: 
  • Kæruheimild 47. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að gera grein fyrir kæruheimild 47. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla (gsl.). Ritgerðin er þannig uppbyggð að í 2. kafla er gerð grein fyrir hugtakinu stjórnsýslukæra og sjónarmiðum sem almennt ber að líta til við túlkun kæruheimilda. Í 3. kafla er fjallað um sjálfstjórn sveitarfélaga og hvaða þýðingu hún hefur á kæruheimildir vegna ákvarðana eða athafna sveitarfélaga. Sú umfjöllun er nauðsynleg í ljósi þess að flestir grunnskólar eru hluti af stjórnsýslu sveitarfélaga og hafa verið það síðan 1996 en þá fluttust þeir frá ríki til sveitarfélaga. Vikið er að hinni almennu kæruheimild 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 (ssl.) sem fjallar um rétt aðila máls til þess að kæra stjórnvaldsákvörðun lægra setts stjórnvalds til æðra. Í kaflanum er einnig varpað ljósi á hvernig úrskurðaraðili getur brugðist við kæru sem berst til hans vegna ákvarðana eða athafna sveitarfélaga.
    Í 4. kafla er hin sérstaka kæruheimild 47. gr. gsl. tekin til nánari skoðunar. Fjallað er almennt um hana og hún borin saman við kæruheimildir laga nr. 66/1995 um grunnskóla. Gerð er grein fyrir þeim ákvörðunum sem eru kæranlegar skv. 47. gr. gsl. og þeim skilyrðum sem þurfa að vera uppfyllt til þess að ákvörðun sé kæranleg. Einnig er vikið að 2. mgr. 47. gr. gsl. sem felur í sér heimild til að koma á fót kærustigi innan sveitarstjórnarstigsins. Fjallað er m.a. um sérstöðu þessa ákvæðis, helstu rökin að baki því og hvort að tæma þurfi þessa kæruleið áður en ákvörðun er kærð til ráðherra. Í 4. kafla ritgerðarinnar er einnig fjallað um úrskurðarvald menntamálaráðherra en hann fer með yfirstjórn þeirra málefna sem lög um grunnskóla taka til, sbr. 4. gr. gsl. Vikið er að viðbrögðum hans við ákvörðun sveitarfélags sem skotið er til hans. Einnig er gerð grein fyrir samspili hinnar almennu kæruheimildar 1. mgr. 103. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 (svsl.) og kæruheimildar gsl. Í því samhengi eru nokkrir úrskurðir menntamálaráðuneytisins og úrskurðir ráðuneytis sveitarstjórnarmála raktir til að sýna fram á að það getur verið vafa undirorpið hvert beina skuli kæru vegna ákvarðana sem snerta grunnskólann.
    Í 5. kafla er fjallað um ákvörðun um brottvísun nemenda úr grunnskólum, sbr. 14. gr. gsl., en slík ákvörðun er að ákveðnum skilyrðum uppfylltum kæranleg skv. 47. gr. gsl. Leitast er við að svara þeirri spurningu hvenær ákvörðun um að vísa nemanda úr skóla um stundarsakir eða ótímabundið er stjórnvaldsákvörðun. Einnig er sérstaklega gerð grein fyrir tveim úrskurðum ráðherra um brottvísun með það að markmiði að sýna fram á raunhæft gildi kæruheimildar gsl. og tengsl hennar við ssl. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru loks dregnar saman í 6. kafla.

Samþykkt: 
  • 13.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7885


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
kaeruheimildgsl.pdf229.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna