is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7887

Titill: 
  • Kæruheimild 103. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Með auknum umsvifum hins opinbera hafa kröfur um aukið réttaröryggi borgarans gagnvart stjórnvöldum gerst háværari. Fram að setningu stjórnsýslulaga nr. 37/1993 var talið að hér gilti óskráð réttarregla sem fæli í sér heimild til að kæra ákvörðun lægra settra stjórnvalda til æðra settra stjórnvalda, væru slík stjórnvöld til á annað borð. Því var lögfesting ákvæða í VII. kafla ssl. áhrifaríkt úrræði svo að réttaröryggi og réttarvernd borgarans gagnvart stjórnvöldum væri tryggt að þessu leyti.
    Í lögum má víða finna lögfest ákvæði sem lúta að því að ákvarðanir stjórnvalda verði kærðar til æðra settra stjórnvalda, ákveðinna stjórnvalda og kærunefnda. Þannig er til að mynda lögákveðið í sveitarstjórnarlögum nr. 45/1998 að ráðuneytið, sem nú er innanríkisráðuneytið, skuli úrskurða um ýmis vafaatriði sem upp kunna að koma við framkvæmd sveitarstjórnarmálefna sbr. 1. mgr. 103. gr. svsl. Samkvæmt 2. mgr. 103. gr. svsl. skal ráðuneytið leitast við að kveða upp úrskurði sína innan tveggja mánaða frá því að mál berst því til úrskurðar. Kæruheimild þessi takmarkast þó af 78. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 sem segir að sveitarfélög skuli sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða. Ákvæðið tryggir tilveru sveitarfélaga og sjálfræði þeirra. Hvaða heimild hefur ráðuneyti sveitarstjórnarmála til þess að endurskoða eða breyta ákvörðunum sveitarfélaga með hliðsjón af 78. gr. stjskr. og heimildinni sem lögfest hefur verið í 103. gr. svsl.? Hefur ráðuneytið heimild til þess að breyta ákvörðunum sem byggja á frjálsu mati sveitarfélaganna eða er aðeins formþáttur ákvörðunarinnar endurskoðaður? Á undanförnun árum hafa verkefni verið flutt frá ríki til sveitarfélaganna og má í því sambandi nefna málefni grunn- og leikskóla og málefni fatlaðra. Sveitarfélögum hafa verið falin aukin verkefni og er því áleitin sú spurning hvort að réttarvernd borgarans hafi borið skarðan hlut frá borði, þar sem ekki er beint boðvald á milli sveitarfélaga og ráðherra.
    Í þessari ritgerð var leitast við að útskýra hvað felst í almennu heimildinni til kæru stjórnvaldsákvarðana, sem lögfest hefur verið í VII. kafla ssl. Auk þess voru aðrar lögfestar kæruheimildir skoðaðar. Í framhaldi af því var velt upp hvað raunverulega býr að baki sjálfstjórn sveitarfélaga og að lokum skoðuð kæruheimildin sem lögfest hefur verið í 103. gr. svsl. og hvernig heimildinni er beitt í framkvæmd.

Samþykkt: 
  • 13.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7887


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Erik Olaf BA.pdf524.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna