is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7928

Titill: 
  • Condictio indebiti. Um sjónarmið við beitingu reglunnar í íslenskum rétti
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Ofgreiðsla kröfu getur átt sér stað á margan máta. Sem dæmi er hægt að greiða ógilda kröfu án þess að vita að hún sé ógild. Eins er hægt að greiða fyrnda kröfu án þess að vita að hún sé fyrnd. Einnig er möguleiki að krafa sé greidd, sem þá þegar hefur verið greidd, t.d. af þriðja manni. Fleiri dæmi koma til greina til þess að endurgreiðslukrafa geti stofnast. Í kjölfar þess að Hæstiréttur dæmdi gengistryggingu erlendra lánasamninga ólögmæta hafa spurningar vaknað um endurkröfurétt skuldara á hendur kröfuhafa.
    Hver kannast ekki við það að hafa greitt fyrir vörur í verslun og áttað sig á því síðar að hafa borgað tvisvar fyrir sömu vöruna? Einhver kannast ef til vill við það að fá jafnvel tvígreiddan reikning eða fá mun meira útborgað en hann átti að fá. Að einhverju leyti gilda um slík tilvik lög um að það sem ofgreitt er skal endurgreiða. Lög nr. 29/1995 um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda hafa breytt miklu í samskiptum hins almenna borgara við ríkið. Þegar aðstæður eins og áður voru nefndar leiða til þess að skuldari ofgreiðir kröfu vaknar spurningin hvort hann eigi rétt á endurgreiðslu úr hendi kröfuhafa. Hvaða reglur eru að verkum í samskiptum okkar um þetta atriði þegar ekki gilda um þau sett lög? Er til einhver meginregla sem öll viðskipti byggja á í þeim tilfellum sem að skuldari ofgreiðir kröfuhafa fyrir misskilning? Ef svo er, hvað felst í þeirri meginreglu, á hvaða grunni byggir hún og til hvaða sjónarmiða er viðurkennt að megi líta til við beitingu reglunnar?
    Í þessari ritgerð verður Rómarréttarreglan condictio indebiti skilgreind og útskýrð. Einnig verður endurkröfurétturinn skoðaður með tilliti til kenninga norrænna fræðimanna og hvort þeir séu almennt sammála um hvaða meginregla gildi um efnið. Hvaða frávik eru viðurkennd frá reglunni og hvernig þeim hefur verið beitt í framkvæmd? Það er ekki markmið ritgerðarinnar að skoða regluna í þýskum rétti eða í öðrum löndum þar sem reglan condictio indebiti er lögfest. Farið verður yfir dóma í íslenskum rétti þar sem reglunni er beitt og ályktanir dregnar af þeim. Að lokum verður nýlegum dómi héraðsdóms Reykjavíkur, sem hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar, gerð skil með hliðsjón af þeim sjónarmiðum er fram koma í ritgerðinni og almennt er viðurkennt að líta megi til við úrlausn slíkra endurkröfumála.

Samþykkt: 
  • 15.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7928


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
15.04.11_BA PBP Tilbúið.pdf503.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna