is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7965

Titill: 
  • Íslenska lífeyrissjóðakerfið. Þróun - Staða - Stefna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Íslenska lífeyrissjóðakerfið byggir á traustum grunni þar sem lögð er áhersla á langtímavöxt kerfisins og traust á milli kynslóða. Uppbygging hins íslenska lífeyrissjóðakerfis er dæmi um framsýni forystumanna á vinnumarkaði. Sú stefna að byggja upp sjóðskerfi þar sem samtímagreiðslur standa undir lífeyrisskuldbindingum þeirra sem þegar eru komnir á eftirlaun var skynsamleg.
    Fastlega má reikna með að á næstu 20 árum fækki lífeyrissjóðunum enn frekar með samruna, vegna aukinna krafna um áhættudreifingu og stærðarhagkvæmni. Fagmennska í rekstri lífeyrissjóða mun óhjákvæmilega aukast.
    Búast má við því að umræða og krafa um nýtt samræmt lífeyriskerfi sem tryggi sömu lífeyrisréttindi fyrir alla landsmenn haldi áfram. Jöfnun lífeyrisréttinda launafólks er réttmæt krafa. Til að samræma og jafna lífeyrisréttindi alls launafólks á Íslandi til framtíðar þarf að tryggja að lífeyriskerfi bæði almenna og opinbera vinnumarkaðarins séu sjálfbær og geti staðið undir þeim réttindum sem sjóðfélögum er lofað.
    Þrátt fyrir að fjölmörg vandamál hafi komið inn á borð stjórnenda íslenskra lífeyrissjóða á undanförnum árum hefur býsna góð samstaða reynst í þeirra hópi til að finna sameiginlegar lausnir á vandanum. Engin ástæða er til að ætla að breyting verði á þeirri samstöðu og lífeyriskerfið komist nokkuð skaðlaust í gegnum þær hremmingar sem glímt er við nú um stundir.
    Styrkleiki íslenska lífeyriskerfisins felst í nánast fullri þátttöku allra. Íslenska lífeyrissjóðakerfið mun áfram byggja á þremur meginþáttum: a) skylduaðild allra starfandi manna að lífeyrissjóðum. b) fullri sjóðsöfnun. c) samtryggingu sjóðfélaga vegna ævilangra eftirlauna, sem einnig veitir þeim og fjölskyldum þeirra tryggingu fyrir tekjumissi af völdum orkutaps og andláts.

Samþykkt: 
  • 26.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7965


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð Valgeir Ólafur Sigfússon 2011 - 2.pdf1.01 MBLokaðurHeildartextiPDF