is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7988

Titill: 
  • Afdrif fyrirtækjamenningar við samruna og yfirtöku
  • Titill er á ensku Effects of Mergers and Acquisitions on Organizational Culture
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fyrirtækjamenning hefur verið skilgreind á margvíslegan hátt í gegnum árin. Hugtakið hefur verið skilgreint sem andardráttur, líffspeki eða trú skipulagsheildar, óséð og óáþreifanlegt afl sem bindur alla skipulagsheildina saman, grunnur af öllum árangri og er ekki enn eitt púslið í púsluspilinu heldur púsluspilið sjálft. Hugtökin samruni og yfirtaka eru oft samtvinnuð og notuð á víxl um sameiningu skipulagsheilda. Í stuttu máli á hugtakið samruni við þegar tvær skipulagsheildir sameinast í eina en hugtakið yfirtaka þegar ein skipulagsheild yfirtekur aðra og hefur yfirhöndina.
    Þrátt fyrir mikið lof um samruna og yfirtöku er meðalprósenta brests við sameiningar talin vera um 60 prósent og er menningarlegt ósamræmi talin vera helsta ástæða brests við samruna og yfirtöku. Með rannsókninni var leitast eftir að kanna afdrif fyrirtækjamenningar þegar kemur að samruna og yfirtöku sem og að kanna áhrif sameiningarinnar á fyrirtækjamenninguna. Mælitækið sem var notast við var Denison spurningarlistinn sem er þekkt mælitæki til þess að mæla styrkleika og veikleika fyrirtækjamenningar og voru 77 aðilar sem svöruðu listanum. Einnig voru tekin viðtöl við sjö svarendur í sjö fyrirtækjum eða opinberum stofnunum til þess að geta rýnt enn betur í fræðin og fá meiri dýpt í rannsóknina. Þessi fyrirtæki eða opinberu stofnanir höfðu öll gengið í gegnum sameiningar á síðustu 12 árum. Markmið ritgerðarinnar var að fá skýrari mynd af íslenskri fyrirtækjamenningu við samruna og yfirtöku, þá var skoðað einkar vel hvaða áhrif sameiningin hafði á fyrirtækjamenningu.
    Niðurstöður rannsóknarinnar voru að afdrif fyrirtækjamenningar er að jafnaði góð og fyrirtækjamenningin hjá Fyrirtækjunum er sterk. Samruni og yfirtaka höfðu þó nokkur áhrif á fyrirtækjamenningu en þó einna helst jákvæð áhrif sem efldi og styrkti skipulagsheildirnar til muna.

  • Útdráttur er á ensku

    Organizational culture has been defined in various ways throughout the years. Principal definitions are that the concept means organizations respiration, philosophy or believe. It is also an unseen and intangible force that binds every part of the organization together. Another definition is that it is the foundation of all success in the organization and in fact not a piece of the puzzle but the puzzle itself. The concepts mergers and acquisitions are often intertwined or used alternately when talking about integration. In short, the term merger is used when two organizations are colliding into one, but the term acquisition is used when one organization is taking over another and has the upper hand.
    Inspite of lot of praise about the concepts, mergers and acquisitions, the mean failure rate for integration is 60%, culture clashes are thought to be the main reasons. The researcher was endeavouring to see the organizational culture fate when it came to mergers and acquisitions and as well searching for the effects in the organizational culture from the integration. The measuring method for the organizational culture was the Denison Model, which is a known measurement for finding out strengths and weaknesses of organizational culture, there were 77 entities that answered the questionnaire. The researcher also used interviews to be able to get more depth into the research. Seven interlocutors were interviewed from seven companies or public administrations that had been integrated in the last 12 years. The objectives were to get a clear picture of Icelandic organizational culture adjacent to mergers and acquistitions and look into how the organizational culture would be affected after the integration.
    The conclusions were that the organizational culture fate was generally good and the organizational culture for the Companies was strong. Mergers and acquisitions had quite an effect on the organizational cultures, but mostly positive effects that reinforced and strengthened the organization.

Samþykkt: 
  • 28.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7988


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerd_skemman.pdf1.43 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna