is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7989

Titill: 
  • Ávinningur af stuttum fjölskyldumeðferðarsamræðum við foreldra barna, eins árs og yngri, sem greinast með RS veiru á Bráðamóttöku barna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í rannsóknum á börnum með berkjungabólgu af völdum RS veirunnar (respiratory syncytial virus), hefur komið fram að veiran getur haft áhrif á öndunarfæri þeirra öll æskuárin í formi sogöndunar, astma og ofnæmis. Rannsóknir á foreldrum þessara barna gefa vísbendingar um að veikindin séu þeim erfið og að þau þurfi faglegan stuðning.
    Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta hvort stuttar fjölskyldumeðferðarsamræður, veittar af hjúkrunarfræðingi, veiti foreldrum tilfinningu fyrir auknum stuðningi á veikindatímabili barna þeirra miðað við foreldra sem fá hefðbundna hjúkrunarmeðferð. Meðferðarsamræðurnar eru byggðar á hugmyndafræði Calgary- fjölskylduhjúkrunarlíkana sem þróuð hafa verið í þrjá áratugi. Foreldrum barna með berkjungabólgu af völdum RS veirunnar var boðin þátttaka. Skoðað var hvort mæður og feður skynji stuttar fjölskyldumeðferðarsamræður sem styðjandi meðferð. Einnig var skoðað hvort fjölskylduvirkni breytist eftir þátttöku í meðferðarsamræðunum.
    Í þessari megindlegu hjúkrunarmeðferðarrannsókn var notað aðlagað tilraunasnið til að meta áhrif stuttra meðferðarsamræðna á skynjaðan stuðning og fjölskylduvirkni. Þátttakendur voru alls 41, 21 í tilraunahóp (n=21) og 20 í samanburðarhóp (n=20). Þeir svöruðu spurningalista um einkenni barnsins, bakgrunnsþætti fjölskyldunnar, skynjaðan stuðning og fjölskylduvirkni. Tilraunahópurinn fékk inngrip, sem fólst í stuttum fjölskyldumeðferðarsamræðum við hjúkrunarfræðing og að meðaltali 11 dögum seinna svöruðu báðir hóparnir stuðnings- og virknilistanum aftur. Við gagnaúrvinnslu voru gerð kí-kvaðrat próf og dreifigreining fyrir endurteknar mælingar. Miðað var við 95% marktektarmörk.
    Niðurstöður sýna marktækan mun á skynjuðum heildarstuðningi sem og hugrænum stuðningi mæðra í tilraunahópi miðað við samanburðarhóp. Niðurstöðurnar styðja því rannsóknartilgáturnar um að stuttar meðferðarsamræður auki tilfinningu fyrir heildarstuðningi og hugrænum stuðningi mæðra barna með berkjungabólgu af völdum RS veirunnar. Niðurstöðurnar sýna einnig kynjamun á skynjuðum stuðningi í tilraunahópi. Mæður skynja marktækt meiri hugrænan stuðning en feður.
    Rannsóknarniðurstöðurnar gefa hjúkrunarfræðingum á bráðamóttökum fyrir börn, tilefni til að álykta að stuttar meðferðarsamræður styðji mæður ungra barna í veikindum þeirra.
    Lykilorð: Bráð veikindi, RS veiran, fjölskylda, fjölskylduhjúkrun, meðferðarsamræður, fjölskyldustuðningur og fjölskylduvirkni.

  • Útdráttur er á ensku

    Abstract
    Studies of children with bronchiolitis due to RSV (respiratory syncytial virus) have shown that this virus may have an impact on their respiratory system in form of a wheezing disorder, asthma and even allergy during their childhood. Studies of the parents of these children give an indication that they suffer through the illness period and need support from health care professionals.
    The purpose of this research was to measure the benefit of a short family therapeutic-conversation offered by a nurse. The therapeutic-conversations are based on the family-nursing framework from Calgary, Canada. Parents of infants diagnosed with bronchiolitis due to RSV were invited to attend. A directional hypothesis was put forward. Parents of infants with bronchiolitis due to RSV who receive a short therapeutic-conversation perceive significantly higher family support than parents of children who receive traditional care. The question how expressive family functioning will change in the intervention group compared to the control group was also examined.
    A quasi-experimental pretest/posttest design was conducted. Participants were 41, i.e. 21 in the intervention group (n=21) and 20 in the control group (n=20). The parents in both groups answered questionnaires about perceived support and family functioning both before the intervention and on an average of 11 days after the intervention. Data was analysed using SPSS 18, Chi-square and repeated measures ANOVA.
    The main findings showed mothers in the intervention group perceive significantly more support after a short family therepeutic-conversation compared to the control group. The findings also show a significant difference between mothers and fathers in the intervention group. Mothers perceive more cognitive support than fathers.
    The research findings give pediatric emergency nurses reason to conclude that a short family therapeutic-conversation increases perceived support in mothers of infants.
    Key words: Emergency illness, RSV, family, family nursing, therapeutic-conversation, family support and functioning.

Styrktaraðili: 
  • B-hluti Vísindasjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Samþykkt: 
  • 28.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7989


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ávinningur af stuttum fjölskyldumeðferðarsamræðum við foreldra barna sem greinast með RS veiru.pdf4.93 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna