is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7993

Titill: 
  • „Hún skilaði mér sjálfstrausti og von.“ Upplifun nemenda á persónulegri ráðgjöf sem náms- og starfsráðgjafar veita í grunnskólum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á upplifun grunnskólanemenda á persónulegri ráðgjöf náms- og starfsráðgjafa annars vegar og hins vegar á sýn náms- og starfsráðgjafa á þjónustuna sem þeir veita nemendum er varðar persónulega ráðgjöf. Rannsóknin byggist á viðtölum við sjö nemendur og þrjá starfandi náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar bentu til að nemendum var vísað til náms- og starfsráðgjafa vegna vanlíðunar sem hafði hamlandi áhrif á námsframvindu þeirra. Þeir nutu persónulegrar ráðgjafar hjá náms- og starfsráðgjöfum þar sem unnið var markvisst með vandann. Nemendur voru í flestum tilvikum ánægðir með þjónustuna og fannst mikilvægt að hafa einhvern til staðar í skólanum sem þeir gátu leitað til eftir þörfum og talað við í trúnaði. Ennfremur benda niðurstöður til að nemendur hafi verið ánægðir með afrakstur ráðgjafarinnar sem skilaði þeim í flestum tilfellum „sjálfstrausti og von“.
    Vonast er til að niðurstöðurnar geti nýst sem innlegg í stefnumótun náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum og gefi innsýn í heim persónulegu ráðgjafarinnar þar sem þessi hluti þjónustunnar fer fram bak við luktar dyr og er ekki sýnilegur sökum trúnaðarins sem náms- og starfsráðgjafarnir eru bundnir við nemendur sína. Niðurstöðurnar ættu einnig að styrkja stöðu náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum sem eru í lykilaðstöðu til þess að vinna með vanda er steðjar að nemendum í námi.

  • Útdráttur er á ensku

    The objective of the research is twofold; on one hand, to examine students' experience of personal counseling provided by school counselors in elementary and lower secondary schools, and on the other hand, to study the school counselors‘ view of the service provided. The research is based on interviews with seven students and three school counselors working in elementary and lower secondary schools. The main conclusions suggest that students were referred to a councelor because of distress that had a negative effect on their academic progress. The students received personal counseling and support with the aim of resolving their problems. In most cases, the students were happy with the service as it was important to get support from a person within the school, a person they could confide in. Furthermore, the findings suggest that students were satisfied with the counseling as it generally gave them self-confidence and hope.
    It is the researcher‘s hope that the findings of this research can be used as input to further development of the role of school counselors at elementary and lower secondary schools, especially, as the world of personal counseling takes place behind „locked“ doors due to the counselors‘ confidentiality to students. In conclusion, the findings emphasize the importance of school counselors at elementary and lower secondary schools as they are in an ideal position to reach out to students and assist them in resolving their individual problems.

Athugasemdir: 
  • Höfundur óskar eftir því að ritgerðin verði ekki prentuð.
Samþykkt: 
  • 28.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7993


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-ritgerð_Jóhanna Einarsdóttir.pdf1.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna