is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7997

Titill: 
  • Ávinningur fjölskyldumeðferðarsamtals á meðgöngu- og sængurkvennadeild á virkni fjölskyldna með fyrirbura á vökudeild
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Náttúrulegt ferli barneigna reynir á aðlögunarhæfni foreldra og annarra fjölskyldumeðlima að breyttu hlutverki og ábyrgð. Þegar foreldrar eignast fyrirbura sem þarf jafnvel að liggja svo vikum skiptir á vökudeild verða þeir fyrir ákveðinni röskun á aðlögun á foreldrahlutverkinu. Umönnun af hálfu ljósmæðra í sængurlegu á foreldrum fyrirbura á vökudeild hefur lítið verið rannsökuð.
    Hugmyndafræðilegur rammi rannsóknarinnar var Calgary fjölskyldumats- og meðferðarlíkanið. Líkanið lýsir tengslum milli fjölskyldna og hjúkrunarfræðinga með aðaláherslu á starfsemi fjölskyldunnar, samskipti milli fjölskyldumeðlima og þeirrar meðferðar sam framkvæmd er af hjúkrunarfræðingum.
    Tilgangur rannsóknarinnar var að meta ávinning af fjölskyldu¬hjúkrunar-meðferð í starfi ljósmóður. Meðferðin felst í stuttu meðferðarsamtali sem fer fram á meðgöngu- og sængurkvennadeild Landspítala. Leitast var við að svara tveimur rannsóknarspurningum: Hver er munurinn á upplifaðri tilfinningalegri fjölskylduvirkni mæðra og feðra fyrir meðferðarsamtal annars vegar og aftur þremur dögum eftir meðferðarsamtalið? Veitir hugmyndafræði Calgary fjöl¬skyldu¬hjúkrunar rannsakanda ákjósanleg verkfæri til þess að afla upplýsinga á skilvirkan og markvissan hátt, sýna nærgætni og ígrunda vel samtöl við fjölskyldumeðlimi í barneignaferlinu?
    Í þessari megindlegu rannsókn er stuðst við aðlagað tilraunasnið með fyrir- og eftirprófi. Upplýsinga var aflað um bakgrunn þátttakenda og þeir svöruðu spurningalista um tilfinningalega virkni fjölskyldna fyrir hjúkrunarmeðferðina og aftur þremur dögum síðar. Þátttakendur rannsóknarinnar voru átján foreldrar í sængurlegu sem áttu fyrirbura á vökudeild, níu mæður (n=9) og níu feður (n=9). Hjúkrunarmeðferðin fólst í einu stuttu meðferðarsamtali sem tók að meðaltali 37 mínútur.
    Helstu niðurstöður voru þær að feður upplifuðu marktækt minni tilfinningalega virkni fjölskyldunnar eftir meðferðarsamtalið en fyrir það. Ekki var marktækur munur á upplifun mæðra á tilfinningalegri virkni fjölskyldunnar fyrir og eftir meðferðarsamtlið.
    Við framkvæmd þessarar meðferðarrannsóknar hefur þekking og reynsla áunnist sem mögulega verður nýtt til að þróa meðferðarsamtöl ljósmæðra við umönnun foreldra í sængurlegu. Rannsóknin gefur vísbendingu um mikilvægi þess að rannsaka frekar reynslu foreldra í sængurlegu sem eiga fyribura á vökudeild og þörf þeirra fyrir stuðning og fræðslu af hálfu ljósmæðra.
    Lykilorð: Foreldrar, fyrirburi, sængurlega, ljósmóðir, fjölskylduhjúkrun, fjölskylduvirkni, meðferðarsamtal.

  • Útdráttur er á ensku

    The physical process of a birth can be challenging and includes parenting and family adaptation in changing of commitment and roles. When parents have preterm infant which needs to be in an intensive care unit (ICU) for weeks it is unavoidable that they will have some kind of distraction in adapting to their parenthood. Little research has been conducted on midwives postnatal care for preterm baby parents in an ICU.
    The Calgary Family Intervention Model is the theoretical framework of this research. The model describes the connection between families and nurses with an emphasis on the functionality of the family, family interaction and communication and therapy performed by a nurse.
    The purpose of this research was to evaluate the benefit of a therapeutic conversation in midwifery practice. The therapy involves short family therapeutic conversation of the midwife in the pre- and postpartum unit in Landspítali University Hospital. The research questions were the following: What is the difference between experience expressive family functioning by mothers and fathers at the beginning of a therapeutic conversation and again three days after the conversation? Does The Calgary Family Intervention Model allocate the researcher eligible instruments to gather information effectively and systematically, to show empathy and to reflect on therapeutic conversation with family members of a premature baby in the postpartum period.
    The quasi experimental design with one-group pretest-posttest design was used in this research. Information was gathered about the participant´s background and they answered a questionnaire about expressive family functioning right after the intervention and again three days later. The participants in the research were eighteen parents of preterm infants in the ICU during the parents stay in the postpartum unit, nine mothers (n=9) and nine fathers (n=9). The nursing intervention contains one short therapeutic conversation which took an average time of thirty seven minutes.
    Main conclusions were that fathers experienced significant less expressive function of the family after the therapeutic conversation than before the conversation. There were not any significant differences between experience of the mothers before and after the therapeutic conversation.
    Knowledge and experience has been gained which can be used to develop therapeutic conversation in postpartum care in the future. The result shows the importance of exploring further the experience of parents which have a preterm infant in the ICU. Furthermore the importance of supporting parents in this situation and the need for developing midwifery skills and therapies with families in the postpartum period.
    Key words: Parents, preterm infant, postpartum, midwife, family nursing, expressive family functioning, therapeutic conversation.

Styrktaraðili: 
  • Ljósmæðrafélag Íslands
Samþykkt: 
  • 28.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7997


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_26.april.pdf1.39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna