is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8066

Titill: 
  • Bundnir við borðið. Vinnubrögð blaða- og fréttamanna á íslenskum fjölmiðlum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar rannsóknar og ritgerðar er að kanna vinnubrögð blaða- og fréttamanna við dagleg störf á fjölmiðlum. Rannsóknir víða erlendis sýna að blaða- og fréttamenn fara lítið út af vinnustað sínum, flest viðtöl eru símaviðtöl og algengast er að fréttir eigi rót sína að rekja til fréttatilkynninga, almannatengla, upplýsingafulltrúa og hagsmunaaðila. Þar sem blaða- og fréttamenn fari lítið úr húsi gefist lítið færi til fréttaöflunar, að hitta og kynnast fólki og rækta sambönd við heimildarmenn. Rannsóknin sem hér var gerð byggist á dagbók sem fimmtán blaða- og fréttamenn af ólíkum tegundum fjölmiðla héldu. Samtals skráðu þeir sjötíu vinnudaga. Þátttakendur voru beðnir að skrá meðal annars fjölda frétta sem unnið var að og það hvaðan fréttaefnið bærist þátttakendum í hendur, símtöl, fjölda viðtala í eigin persónu, fjölda símaviðtala og fjölda viðburða eða blaðamannafunda utan vinnustaðar. Þá voru þeir beðnir að skrá þann tíma sem þetta tæki og líka þann tíma sem færi í skriftir, vangaveltur, fundi, spjall og matar- og kaffitíma. Þátttakendur voru að auki beðnir um stutta lýsingu á deginum. Einnig var spurningalisti lagður fyrir þá. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort staðan hér á landi væri svipuð og rannsóknir erlendis hafa sýnt fram á. Meginniðurstaðan hér er að íslenskir blaða- og fréttamenn fara lítið af vinnustað sínum, taka sárafá viðtöl í eigin persónu og langflest viðtöl eru í gegnum síma. Þeir skrifa mjög margar fréttir og oftast fá þeir fréttaefnið frá vaktstjóra eða í gegnum fréttatilkynningar, fréttaveitur og aðra fjölmiðla.

  • Útdráttur er á ensku

    In this thesis the daily working activities of Icelandic journalists are explored/studied. Studies elsewhere have shown that journalists rarely leave their desks for newsgathering. Most of their interviews are performed via phone and the most common sources of news are press releases, public relations and information officers and stakeholders. Since journalists conduct most of their work from their desk they have few opportunities to find news, establish and nourish their sources. This thesis is based on data collected from 15 journalists at various media outlets who kept a daily record of their work activities. All in all, data for 70 workday activities were collected. Among other things, participants were asked to keep record of the number of stories they were working on, their sources, number of phone interviews, in person interviews, news conference attendance, and other events attended outside their offices. They were also asked to record the time spent on each activity as well as time used for writing the stories, preparation, investigation, in house meetings, coffee and lunch breaks as well informal discussions with colleagues. Each participant was also asked to give a short description of their workday. A further data was collected through a questionnaire sent to participating journalists. The objective of this research was to find out if journalism in Iceland had developed in same or similar direction as findings elsewhere had shown. The main finding is that Icelandic journalists rarely leave their desk and conduct most of their interviews by phone rather than in person. They have to write many stories per day and that the origin of the stories is from news editor, press releases, wire services and other media.

Samþykkt: 
  • 29.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8066


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerð SHE Bundnir við borðið 290411.pdf3.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Geisladiskur fylgir prentuðu eintaki sem varðveitt er í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni